Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2008, Page 48

Andvari - 01.01.2008, Page 48
46 KRISTINN KRISTMUNDSSON ANDVARI hinu opinbera“.79 Tveim dögum eftir fundinn barst skólastjóra skjal sem 16 nemendur höfðu undirritað og krafist þess að hann tæki fyrrgreind ummæli aftur. Bjarni neitaði að taka þau aftur eða gefa yfirlýsingu sem væri gagnstæð persónulegri skoðun hans. Aður en piltarnir fóru hefði Bjarni svo lýst því „í almanna áheyrn í skólanum“ að hann legði bann við brottför þeirra áður en þeir hefðu „gert skil við skólann og skóla- stjóri samþykkt ferðaáætlun þeirra með tilliti til þess að færð var ill og viðsjárverð þessa daga.“ Þeir sinntu því ekki, gengu um Gjábakkaveg og Þingvöll til Kárastaða og næsta dag til Reykjavíkur. Síðan segir frá því að nemendurnir hafi látið óska þess fyrir sína hönd að fá inngöngu í skólann á ný; skólastjóri hafi lagt þá umsókn fyrir skólanefnd sem neit- aði henni einum rómi. Öll er greinin hliðholl Bjarna og framkoma pilt- anna „gagnvart hinum vinsæla og drengilega skólastjóra á Laugarvatni“ fordæmd. Af blaðaskrifum má ráða að ummæli Bjarna hafa verið túlkuð sem stuðningur við að mismuna nemendum vegna stjórnmálaskoðana. Ólíklegt er að Bjarna hafi verið alvara með yfirlýsingu um að nemendur með tilteknar stjórnmálaskoðanir ættu minni rétt en aðrir á skólavist, jafnvel þótt hann hafi lýst því sem persónulegri skoöun sinni að slíkt gæti komið til athugunar. En hvernig svo sem yfirlýsing hans hefur verið orðuð hefur hann ekki talið sér fært að taka neitt aftur og láta þannig undan hótunum nemenda. I bókinni Laugarvatnsskóli þrítugur víkur Bjarni að þessum árekstri meðal annarra. Þar segir: Nokkru síðar (eftir deilu við nemendur sem varð á útmánuðum 1935) sinnaðist nokkrum piltum við mig án þess, að mér væri ljóst af hverju. Þeir sendu mér bréf og kröfðust þess, að ég tæki aftur „viss ummœli“, ella færu þeir úr skóla. Þetta var árið 1937. - 7 piltar fóru úr skóla, en ummælin fékk ég aldrei að heyra. I þetta skipti tóku sum Reykjavíkurblöðin málstað drengjanna, önnur skólans. Menntamálaráðuneytið gaf drengjum þessum skriflega yfirlýsingu, sem var stuðningur við málstað þeirra.80 Tæp 20 ár hafa liðið milli þessara tveggja frásagna en þeim ber ekki saman í mikilvægu atriði: Ummælin, sem Bjarni segist hér aldrei hafa fengið að heyra, eru í fyrri frásögninni sögð hafa verið tilgreind í bréfi nemendanna til Bjarna og hann kveðst hafa sagst þess fullviss að þau stæðust strangasta dóm. Þá segir hér að piltarnir hafi verið 7 en ekki 9 eins og samtímaheimildum ber saman um. Þetta er eina dæmið sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.