Andvari - 01.01.2008, Qupperneq 54
52
KRISTINN KRISTMUNDSSON
ANDVARI
seldar eignir búsins. Þó var haldið eftir 80 ám og 24 kúm sem skyldu
fylgja jörðinni og verða leigupeningur.86 Böðvar Magnússon hafði við
afhendingu jarðarinnar áskilið sér og erfingjum sínum ábúðarrétt ef
héraðsskólinn hætti búskap en hann óskaði ekki eftir neinni íhlutun ef
Bjarni vildi taka jörðina og hefja búskap fyrir eigin reikning.87
Framfarahugur Bjarna slævðist ekki með árunum. Hálfsjötugur
hefur hann búskap og fær því ráðið að gripahús eru reist í þeirri stærð
og þeim stíl sem þá gerðist mest og nýtískulegast. Hann lýsir þeim svo
í Laugarvatnsskóli þrítugur.
Gripahúsunum hefur verið valinn staður vestur við Lindarskóg, um 0,5 km
frá aðalbyggðinni. Skipulagsstjóri ríkisins fól Þóri Baldvinssyni að ákveða
staðinn. Þar er nú búið að reisa fjós, 16 x 24 m eða 384 m2 að gólffleti, í hjarð-
fjóssformi og tekur það 80 kýr eða meira. í dálítilli útbyggingu er 8 hesta hús,
mjaltahús, mjólkurhús, mjölgeymsla og þriggja herbergja íbúð með eldhúsi,
salerni og steypibaði. Á bak við fjósið er heyhlaða, 32 x 8 m að gólffleti og um
14 m3, bak við hana eru tveir turnar sívalir, 11 m háir, 4 m í þvermál. Tekur
hvor þeirra um 10 kýrfóður. Rétt hjá fjósinu er fjárhús með sigpalli, baðþró og
rimlum í gólfi. Húsið tekur 400 fjár. Oll húsin eru raflýst. Við fjárhúsið kemur
heyhlaða og fjárrétt.88
Hér var enginn kotungsbragur á ferðinni. Gripahúsin höfðu verið á
gamla bæjarstæðinu; nýja skólahúsið lá fast við þau svo að þau hlutu til
lengdar að víkja, enda farin að reskjast og ganga úr sér. Gamli bærinn,
sem hafði verið stækkaður á sínum tíma og um skeið verið hluti heima-
vistarinnar, hlaut sömu örlög. Aldamótamaðurinn hálfsjötugi hikaði
ekki við að velta í rústir og byggja á ný. A Laugarvatni skyldi ekki búið
nema í forystu og fremstu röð. Og fjárveitingar fengust þótt skólana sár-
vantaði húsnæði. Búið varð stórt á þess tíma mælikvarða, yfir 40 kýr
og fé á fimmta hundrað þegar flest var.89 Húsin voru sannarleg stað-
arprýði. Þau blöstu við þegar komið var heim að Laugarvatni úr suðri
og féllu vel að landslagi undir kjarri vaxinni brekku, Lindarskógi, í
jaðrinum á rennsléttu Kotstúninu.
Þegar Bjarni lét af skólastjórn gafst honum enn meiri tími og tæki-
færi en áður að sinna einhverju mesta hugðarefni sínu, hestamennsk-
unni. Hann átti framúrskarandi gæðinga og sat þá af reisn og næmi
á kosti þeirra. A þessu sviði sem öðrum miðlaði hann af reynslu
sinni og skrifaði nokkrar greinar um hesta og hestamennsku í tímarit
Landssambands hestamannafélaga, Hestinn okkar. Viðamest þeirra
mun vera ritgerðin „Þarfasti þjónninn“ en hún birtist í Hestinum okkar,