Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 63
andvari
bjarni bjarnason
61
né vinnubrögðum. Fyrsta desember flutti hann ræðu á fullveldishátíð
Árnesingafélagsins í Reykjavík og mæltist vel að vanda. Sumarið 197
var Suðri II rétt í burðarliðnum þegar Bjarni varð fyrir þvi ohappi að
lítt taminn foli bylti honum af sér. Hlaut Bjarni innvortis averka og lest
af völdum þeirra 2. ágúst.
XI. Yfirlit - œvi og störf aldamótamannsins
Bjarni kvæntist 3. júlí 1928 fyrri konu sinni, Þorbjörgu, f. á
9. október 1896, Þorkelsdóttur trésmiðs Hreinssonar og k.h Elinar
Magnúsdóttur frá Ljótarstöðum. Hún hafði lokið námi í nuddlækn-
ingum í Kaupmannahöfn og starfað við þá sérgrein. Börn Þe‘r''|J
tvö: Þorkell, hrossaræktarráðunautur á Laugarvatni, f. 22. mai , ■
24. maí 2006, og Védís, íþróttakennari á Húsavík, f. 16. oktober 1931.
Þorbjörg lést 21. apríl 1946. Þorbjörgu hafa bæði nemendur og kenn-
arar skólans lýst sem konu mikilla mannkosta. Hún umgekkst nem-
endur „með kyrrlátri hlýju. Framkoma hennar var slungm nærgætni
vinsemd og virðuleika“.105 Síðari kona Bjarna var Anna, f. 22. april
1906, Jónsdóttir alþingismanns á Ásgautsstöðum í Flóa, Jónatanssonar
°g k.h. Kristjönu Benediktsdóttur frá Vöglum í Fnjóskadal. Anna hatði
tvisvar farið til náms í Danmörku, fyrst á hússtjórnarskola 19
og síðar til að læra kjólasaum 1937. Hún hafði um tíma verið raðskona
við héraðsskólann. Þau Bjarni gengu í hjónaband 26. maí 1950. Anna
var merkiskona, orðlögð fyrir myndarskap í hvívetna og ljufmannlega
framkomu. Hún lést 24. júlí 1977. . ,
Starfsævi Bjarna eftir að hann lauk kennaranámi 1912 ma skiptai
nokkur tímabil: 1) 1912-1929: Kennsla og skólastjórn í Hafnarfirði,
búskapur í Straumi; 2) 1929-1934: Skólastjórn á Laugarvatm héraðs-
skólinn verður fullburða og vex að áliti og vinsældum, 3) 1934- 9 .
Þingmennska og vaxandi félags- og trúnaðarstörf ásamt skólastjorn.
Byggir upp skólasetrið á Laugarvatni. 4) 1953-1958: Tekur við skola-
búinu, stjórnar héraðsskólanum einum, skrifar 30 ára sögu hans. )
Í959-1965: Bóndi og hestamaður á Laugarvatni. 6) 1965-1970: Flytur
tU Kópavogs og síðar til Reykjavíkur. Vinnur að félagsmálum hesta-
manna. Skrifar, safnar og gefur út framfarasögu Suðurlands. Fyrstu
tvö tímabilin eru blómaskeið á ævi Bjarna og á þeim vinnur hann sér
almanna hylli og aðdáun vegna yfirburða sinna sem skolamaður. A