Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2008, Page 80

Andvari - 01.01.2008, Page 80
78 GUNNAR KRISTJÁNSSON ANDVARI Þau biblíurit sem vísað er til samkvæmt skýringum Eliots eru spádómsrit Esekíels, Jeremía, Prédikarinn eftir Salómon, Davíðssálmar, píslarsagan og Emmausgangan.21 Vísanirnar eru ekki í samhengi hver við aðra en engu að síður er ljóðið sterk heild vegna þeirrar hugsunar sem tengir brotin saman. Þá hugsun er m.a. að finna hjá breska heimspekingnum Francis Herbert Bradley (1846 -1924). Bradley var einn af áhrifavöldum á T.S. Eliot og þar með óbeint einnig á Stein Steinarr. Bradley „var hughyggjusinni“ segir í skýringum Sverris Hólmarssonar við Eyðilandið22, þ.e.a.s. ídealisti eða platónisti, hann sótti mikið til þýsku ídealistanna með þá Johann Gottlieb Fichte, Friedrich Schelling og Georg Wilhelm Friedrich Hegel fremsta í flokki ásamt Immanúel Kant. Eliot skrifaði ítarlega ritgerð um Bradley sem var lögð fram sem doktorsritgerð við Harvardháskóla en ekki samþykkt.23 ,,[F]yrir honum [þ.e. Bradley] var veruleikinn einn og óskiptur, heild sem ekki er hægt að deila niður í flokka. Venjubundin hugtök eins og „rúm“ og „tími“ geta aðeins gefið brotakennda mynd af veruleiknum, sem endanlega er einungis unnt að tjá sem hið algilda (the Absolute), það sem tengir saman hugsun og veruleik, vilja og tilfinningu, en án slíks hugtaks verður heimurinn merkingarlaus með öllu. Við lifum í heimi ásýnda sem bera svip af hinu algilda án þess að birta það til fulls. En við getum einungis nálgast hið algilda gegnum ásýndirnar og gegnum reynslu „afmarkaðra miðstöðva“.“ í framhaldi segir höfundur að allt hafi það hæft vel efahyggju Eliots „og hugmyndum um takmarkanir þekkingarinnar, en fullnægði um leið að vissu marki þrá hans eftir fullvissu um algildan veruleik, sem við búum í enda þótt erfitt sé að festa á honum hendur. Alla ævi, einnig eftir að hann lét skírast inn í ensku biskupakirkjuna [1927], tókust þessi tvö öfl á í huga Eliots — djúpstæð efahyggja og þrá eftir algildum sannindum.“ Líkt og The Waste land var tímamótaverk á ferli Eliots og meðal þekktari ljóða tuttugustu aldar var Tíminn og vatnið tímamótaverk meðal ljóða Steins. I báðum tilvikum snýst málið um trú og nýja sýn til lífsins og tilgangs þess. Ljóðin í Tímanum og vatninu eru vissulega ávöxtur djarflegrar „glímu við eigin vandamál og tilverurök“24. í Tímanum og vatninu hljómar ekki lengur hinn ögrandi tónn tómhyggjunnar, hugrekki mannsins snýst ekki lengur um að afneita tilgangi lífsins, eilífðinni og Guði. Hinn holi rómur sem svaraði „Ekkert, ekkert“ heyrist ekki framar, aðrar hugsanir hafa leyst af hólmi setn- ingar eins og „Elíft líf er ekki til því miður“. En samt er Tíminn og vatnið enginn lofsöngur í hefðbundnum skilningi - en inntakið myndi hæfa lofsöng engu að síður. I viðtali 1950 sagði Steinn um Eliot og The Waste Land: „Eliot, æ já, nú er ég orðinn þreyttur á honum, þegar allt kemur til alls er hann bara leiðin- legur kristinn hundur. Samt sem áður held ég, að hann sé mikið skáld, og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.