Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2008, Page 96

Andvari - 01.01.2008, Page 96
94 GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON ANDVARI allra jarða“ í blóði sér. Er þetta ástarljóð? Ávarpar skáldið hér músu sína? Er þetta hin tilbúna Beatrís Steins Steinars sem hér birtist okkur? Það er hæpið. Hún er meira eins og draugur. Hér er lífvana kvenpersóna ávörpuð sem speglar sig blóðlaus og föl í köldum og annarlegum óði skáldsins; hún virðist í senn stödd í ljóði hans og fyrir utan það, hún grúfir einhvern veginn yfir því, virðist ríkja yfir því og vera inni í því, vegna þess að hún býr „á bak við hugsun mína“. Fyrsta erindið einkennist af lífleysi, annarleika og kulda en næsta erindi er á hinn bóginn þrungið einhvers konar lífi - kannski ekki góðu lífi en þar er - að minnsta kosti að finna blakka dýrð heimsins sem myndar andstæðu við fölan litinn í fyrsta erindi. I fyrsta erindi er lamandi nálægð - það hreyfist „til þín“ en í öðru erindi er athöfn sem beinist „frá mér“. Og lokalínan má kannski segja að sé „til mín“. Ljóðið er allt umlukið slíku rökkri að erfitt er að sjá til í því en það virðist samt sem áður fjalla um nokkurs konar endurlausn undan „henni“ sem speglar sig í hugsun og köldum og annarlegum óði skáldsins; endurfæðingu frá blóðleysi til blóðs, til blakkrar dýrðar heimsins frá fölum kulda, til jódyns frá húmi langrar nætur - til jarðarinnar og til ljóðsins. Og loks þegar skáldið hefur endurskapað sig í ljóði sínu - þar sem það er aðeins til - þá getur hann snúið huga sínum á ný til upphafsins - „til þín“ - þaðan sem ferðinni var heitið. Og er þetta þá ástarljóð? I raun og veru ekki: nærtækara er að líta svo á að hér yrki skáldið til hinnar fjarverandi móður; skortinn á móðurástinni í frumbernsku sem skáldið „ber [...] að sjálfsögðu óbrigðult rnerki" eins og segir í Undirskrift. III Gunnar Eyjólfsson leikari hefur sagt frá því þegar hann og aðrir skátar úr Keflavík gengu árið 1938 til Herdísarvíkur frá Krýsuvík í þeirri von að koma auga á mesta skáld Islands Einar Benediktsson en áður en haldið var af stað las skátaforinginn Helgi S. Jónsson kvæðið Útsœ fyrir drengina.5 Þegar þang- að var komið sat skáldið úti undir húsvegg og lotningarfullur hópur drengj- anna safnaðist að honum. Skáldið spyr hverjir séu á ferð og fær þau svör að hér séu komnir skátar út Keflavík. Þá spyr Einar: „Er Steinn Steinarr í hópnum?“ Og varð fyrir miklum vonbrigðum þegar hann komst að raun um að svo væri ekki. Seinna komst Gunnar að því að Einar Benediktsson var alltaf að bíða eftir Steini Steinarr. Hann leit á hann sem arftaka sinn. Raunar hafði Steinn farið á fund Einars Benediktssonar með Magnúsi Á. Árnasyni málara nokkrum árum fyrr en sú heimsókn mun hafa endað með ósköpum eftir að þeim Steini og Einari virðist hafa lent saman þegar Magnús fór út að mála - og var hann beðinn að koma „aldrei með það helvítis kvik- indi aftur“.6
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.