Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2008, Page 102

Andvari - 01.01.2008, Page 102
100 GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON ANDVARI samþjöppun í máli eða frjálslegt myndmál - ekki einu sinni notkun á sam- líkingum fremur en beinum myndum - þó að allt þetta skipti vissulega máli. Það sem gerði Stein að nútímaskáldi var ósköp einfaldlega þetta: hann fékkst við nútímann. Það sem umfram allt veldur því að hann náði svo mjög eyrum ungs fólks sem var að alast upp á seinni hluta 20. aldar var að hann tókst á við knýjandi tilvistarlegar spurningar nútímans af meiri einurð en ýmsir aðrir. Hann færði okkur tilgangsleysið. Með þversögnum sínum og hálfkveðnu vísum tókst hann á við nýja heimsmynd þar sem öll gildi og verðmæti voru á hverfanda hveli. Silja Aðalsteinsdóttir bendir á það í grein sinni í Skírni árið 1981 að rauð- ur þráður í ljóðum Steins hafi verið exístensíalískur.16 Eitt helsta einkenni þeirrar stefnu er einmitt að hún getur naumast talist stefna fremur en nokk- urs konar viðhorf og laustengdar hugmyndir uppreisnargjarnra heimspek- inga sem aðhylltust einstaklingshyggju og gengu út frá þeirri forsendu að maðurinn hefði frjálsan vilja, gæti valið um það hvert líf hans stefndi. Sumir existensíalistar voru trúaðir - Dostojevski og Kierkegaard til að mynda - en aðrir eins og Jean-Paul Sartre, Heidegger og Camus gengu út frá því að mað- urinn stæði einn í guðlausum heimi og þyrfti að hefjast handa um að finna sér nýjan tilvistargrundvöll að standa á. Maðurinn er það sem hann gerir úr sér, ekkert annað - það er, eins og Sartre skrifaði, sjálf frumregla existensíal- ismans.17 Sú kvöð skapar hins vegar kvíða og jafnvel þá tilfinningu að staðið sé frammi fyrir hengiflugi. Eiginlega er ábending Silju um áhrif exístensíalisma á heimsmynd Steins Steinars svo augljós að hún blasir við um leið og einhver hefur orð á þessu. Ekki þarf að benda á annað en ljóð eins og Dimmur hlátur úr annarri bók Steins sem hefst á línunum: „Hæ! / Ég er maðurinn, / hinn eilífi maður / án takmarks og tilgangs...“ (Kvœðasafn og greinar, bls 81). Og kannski má það heita einkennilegt að enginn skyldi verða til að setja ljóð hans í þetta alþjóð- lega hugmyndasamhengi á undan henni. Hinn glöggi bókmenntaskýrandi Kristján Karlsson fjallar nokkuð um heimspeki Steins í inngangi sínum að Kvœðasafni og greinum og opnar augu lesenda á snjallan hátt fyrir aðferð Steins að beita þversögnum og röksemdafærslu ímyndunarafls og tilfinn- inga, opnar ljóð á borð við Utan hringsins með snjallri túlkun - en meira að segja hann segir um heimspeki Steins að hún sé „...heimatilbúin, hún er nakið mál tilfinninga hans, og þess vegna skírskotar hún beint til tilfinninga lesandans. Hún á ekki stoð í menningarlegri hefð eða hugmyndakerfi. Steinn var ekki menntaður maður í formlegum skilningi; hann sá og skildi beint og milliliðalaust.“18 Ef til vill ofmetur Kristján hér hlut háskóladvalar í menntun íslenskra skálda.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.