Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 103

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 103
andvari HANN KVAÐST Á VIÐ FJANDANN 101 Uppgangur existensíalismans í Evrópu átti rót í tveimur hryllilegum styrj- öldum og þeirri vá sem grúfði yfir mannkyni í köldu stríði þar sem kjarn- orkuvopn gátu þá og þegar farið að fljúga milli andstæðra fylkinga - þetta var líka tíska og fylgdi jafnvel viss fatnaður, músík og fas slíkum viðhorfum. Hér á landi var tilvistarvandinn að nokkru leyti af öðrum toga en engu að síður ærinn. Með þjóðflutningunum sem stóðu mestalla 20. öldina úr sveit í þéttbýli hafði átt sér stað meira rof í tilveru þorra íslendinga en dæmi voru um: Meira að segja Steinn Steinarr af öllum mönnum var fullur sektarkenndar yfir því að hafa ekki gerst bóndi. VI í Þjóðsögum Jóns Árnasonar segir frá því að kölski hafi veðjað við Kolbein Jöklaskáld um að sá þeirra sem ekki gæti botnað vísu hins skyldi steypast ofan af „þúfubjargi undir Jökli þegar brim geingi þar hæðst“ og vera „þaðan í frá í valdi hins.“ Erfitt er að sjá fyrir sér að skáld rati í öllu meiri lífsháska en þennan: að sitja í myrkrinu og kveðast á við kölska yfir hengifluginu. Kolbeinn botnar allt sem kölski hefur fram að færa en þegar kemur að honum sjálfum að hafa frumkvæði bregður hann á það ráð að taka hníf úr vasanum, og heldur honum »fyrir framan glyrnurnar á kölska svo eggin bar við túnglið“. Hann sigrar svo með rímbrellu: varpar fram fyrripartinum: „Horfðu í þessa egg egg / undir þetta túngl túngl“. Skratttinn er ráðalaus gagnvart þessu og þá kemur botn- inn: „Eg steypi þér þá með legg legg / lið sem hrærir úngl-úngl“. Brelluna þekkja öll leirskáld sem lent hafa í vandræðum: að taka í sundur orð, snúa upp á það og hafa á því endaskipti og bjarga sér þannig. Hann finnur leið út úr ógöngunum. Hann bjargast undan hengifluginu. Hann gerir sjálfan kölska sér undirgefinn með bragðvísi.19 Þetta er í stuttu máli þjóðsagan sem liggur að baki þeirri kynningu Steins á sjálfum sér að hann hafi kveðist á við fjandann. Ljóðabókin Ferð án fyrirheits geymir þá rimmu. Fjandinn sem pundar á hann hverjum fyrripartinum á fætur öðrum er hlutskipti hans í heiminum. Botninn sem hann nær jafnharðan að hrista fram úr erminni er að horfast undanbragðalaust í augu við þetta hlut- skipti; lokasigurinn er að snúa upp á þetta hlutskipti - taka það í sundur svo að segja og hafa á því endaskipti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.