Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2008, Síða 110

Andvari - 01.01.2008, Síða 110
108 ANNA JÓHANNSDÓTTIR OG ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON ANDVARI Bala, / báða Lóndranga, / Aðalþegnshóla / og Öndvertnes, / Heiðarkollu / og Hreggsnasa, / Dritvík og möl / fyrir dyrum fóstru.“5 Tilvik Gunnars og Helgu eru hvortveggja góð dæmi um það hvernig sýn eða hugsýn tengd ákveðnum stað getur léð honum sterkt tilfinningagildi. En í sögunum er landsvæðum og landslagi þó yfirleitt lýst á hagkvæmni- forsendum, ef svo má að orði komast, í samhengi sem varðar leiðir og ferðir, landareign, landrækt eða deilur um land. Þetta kemur þó ekki í veg fyrir að Fjölnismenn lesi inn í íslendingasögurnar ættjarðarást sem þeir vilja end- urvekja: „Hvur sem les íslenzku sögurnar með athygli, í honum verður að kvikna brennandi ást á ættjörðu sinni, eða hann skilur þær ekki sem vera ber. Víst er um það: mart er annað sem minna mætti sérhvurn Íslendíng á þessa ást, ef hann rennir augum sínum yfir grænu dalina, með hlíðarnar kvikar af nautum og sauðum og hrossum, og lítur niður í lækina, himintæra, - laxa og silúnga leika þar með sporðaköstum. Eyarnar virðast oss ekki leiðinleg- ar, þegar fiskurinn geingur uppí flæðarmál og fuglinn þekur sker og kletta. Himinninn er heiður og fagur, loptið hreint og heilnæmt. Og sólin, þegar hún roðar á fjöll á sumardaga kvöldum, en reykirnir leggja beint í loptið upp - hvað þá er blítt og fallegt í héröðunum!"6 Með rómantísku stefnunni á 19. öld fær landslag um sumt ný hlutverk í íslenskum bókmenntum og ekki ævinlega í þeim blíða anda sem einkennir þessa lýsingu í fyrsta árgangi Fjölnis. Til dæmis þegar skáld lofsyngja mik- ilfengleik óbyggilegra eða harðbýlla svæða. Ný fagurfræði er „lesin“ í ásýnd landsins, en sú fagurfræði birtist þó líka í samruna sveitalífs og náttúrufeg- urðar, þar sem lýsingar á lífsmáta sveitasamfélagsins og á óblíðum náttúru- kjörum falla saman í eitt. Slík fagurfræði er jafnframt ákveðin hugmynda- fræði: landið getur verið harðneskjulegt og það býður upp á tilvistarátök, en sá sem reynist fær um að skapa sér og sínu fólki lífsgrundvöll á slíkum stað er á vissan hátt hetja, verðugur afkomandi hinna upprunalegu landnámsmanna, sem „skrifuðu“ sína sögu í þetta land, sögu sem einnig rataði á bókfell. Islendingar fengu aðstoð við að bræða þannig saman hugmyndir um sveit- ina og bændasamfélagið, bókmenntaarfinn og náttúrufegurðina. Meðal fyrstu erlendu ferðamanna á íslandi voru menntamenn sem höfðu lesið íslensk mið- aldaverk í þýðingu og vildu ekki síst sækja heim sögusvið þeirra. Þeir vildu öðrum þræði lesa landið inn í texta sem þeir höfðu þegar lesið. Þar sem fátt var um fornar byggingarleifar, var það því iðulega landslagið sjálft - og stundum sveitalífið, lítt nútímavætt - sem sett var í gagnkvæmt samband við hin fornu sagnaverk. Lýsingar þessara ferðamanna voru iðulega gefnar út og þannig fluttu þeir með sér íslenska staði - og Island sem stað - og brugðu þeim upp í sínu menningarsamhengi. En jafnframt höfðu kynni íslendinga af slíkum mönnum áhrif á sýn hinna fyrrnefndu á eigið land og senn taka þeir sjálfir að leggja í auknum mæli stund á slíkan flutning staða.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.