Andvari - 01.01.2008, Síða 112
110
ANNA JÓHANNSDÓTTIR OG ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
ANDVARI
inn jókst og bæjarmenning tók að þróast (og þar með forsendur fyrir viðtökur
málverka). Islenskir málarar sem komu fram á sjónarsviðið í byrjun 20. aldar
lögðu, rétt eins og ljóðskáldin fyrr og síðar, sitt af mörkum til að vekja lands-
menn til vitundar um fegurð landsins, eða réttara sagt til að hjálpa þeim að
„muna“ eftir þessari fegurð og ekki síst þeim menningarlegu og sögulegu
gildum sem tengjast henni. Jónas Hallgrímsson orðaði það svo: „Landið var
fagurt og frítt, og fannhvítir jöklanna tindar“ og „Hvar er þín fornaldar frægð,
frelsið og manndáðin bezt?“10
Fyrstu atvinnulistamennirnir hlutu styrki frá Alþingi til að nema málaral-
ist í Kaupmannahöfn þar sem þeir urðu, líkt og Sigurður málari áður, fyrir
áhrifum frá rómantískum straumum og stefnum. Þeir hófu að myndgera og
opna augu landsmanna fyrir nýjum verðmætum í landslagsverkum sem urðu
að táknmyndum fyrir sérstöðu landsins í baráttu fyrir „endurheimtu“ sjálf-
stæði - í myndum af iðjagrænum sveitum og kunnuglegum fjöllum en einnig
af óbyggðum á hálendinu, grjóti og mosa.
Landslag var algengasta viðfangsefni íslenskra málara á fyrri hluta 20. aldar.
I verkum frumherjanna birtist landið á upphafinn hátt, í fyrstu í akademískum
stíl en fljótlega tekur að gæta tilrauna með síðimpressjónísk stílbrögð og tækni
sem listamennirnir samþætta eigin skilningi og reynslu af náttúru landsins.
Listamenn við upphaf aldarinnar voru mótaðir af nánu sambýli við náttúruna
og af sveitamenningunni sem átti djúpar rætur í þjóðarsálinni. Þéttbýlismyndun
við sjávarsíðuna var víða í sókn, en sem fyrr segir var það ekki fyrr en um miðja
öldina sem raunveruleg borgarmenning tók að þróast hér.
Almennt er litið svo á að forsendan fyrir nýrri, fagurfræðilegri sýn á landið
- sem byggir ekki á nytjasjónarmiðum sveitasamfélagsins - sé fólgin í þeirri
fjarlægð frá náttúrunni sem borgarmenning hafi í för með sér. íslensku frum-
herjarnir sóttu sér slíkt sjónarhorn á landið í erlendum borgum þar sem þeir
komust í kynni við listræna strauma og stefnur sem mótast höfðu í borgarum-
hverfi og út frá aldagömlum hugmyndum um samband borgar og sveitar, menn-
ingar og náttúru. Auður Ólafsdóttir listfræðingur hefur fjallað um þetta og í því
samhengi bent á táknrænt gildi bláa litarins (ekki síst í fjallasýn), t.d. í lands-
lagsvíðáttumyndum Þórarins B. Þorlákssonar og Asgríms Jónssonar.11 Bláa
birtan fari saman við nýtilkomna „fjarlægð“ frá náttúrunni - sem er nátengd
þeirri „útlensku“ sýn sem málararnir öðluðust erlendis og fluttu með sér heim.
Landið og sófamálverkið
„Innflutningur“ erlendra menningaráhrifa á ýmsum sviðum, þ. á m. í list-
um, fór saman við annars konar „flutning“ þegar myndun borgarmenningar
komst á skrið - og borgarbúar hófu raunverulega að fjarlægjast náttúruna.