Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2008, Page 124

Andvari - 01.01.2008, Page 124
118 ANNA JÓHANNSDÓTTIR OG ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON ANDVARI leggur til raunréttari og sannferðugri framsetningu náttúru og sveitar, líklega í takt við þá einlægni sem hin hreinlynda sveitastúlka ber með sér inn í borgarsamfélag sögunnar. Söguhöfundur er ekki ósnortinn af hugmyndafræði sveitasælunnar. I smásögu Svövu Jakobsdóttur, „Veizlu undir grjótvegg“, sem birtist í samnefndri bók árið 1967, má segja að enn eitt gagnrýnið skref sé stigið í viðbrögðum við hinu borgaralega landnámi og við tilhneigingum til að flytja náttúruna inn á þetta nýja yfirráðasvæði. Tveimur áratugum eftir lok síðari heimsstyrjaldar ráðast æ fleiri fjölskyldur í byggingu veglegs íbúð- arhúsnæðis, jafnvel sérhannaðra einbýlishúsa, sem segja má að hafi komið í stað reisulegra sveitabýla í hinu gamla bændasamfélagi. Þessi hús eru hin nýju virki „sjálfstæðs fólks“ á íslandi. Hjónakornin í sögu Svövu eru að vísu orðin fjárvana þegar þau flytja inn í nýbyggt hús sitt. Á lokasprettinum hefur þeim tekist að reisa grjótvegg í stofunni, hlaðinn úr fjallagrjóti austan af landi. Álagið við frágang hússins hefur leitt til þess að hjónabandið er farið að láta á sjá: Enn stóð hann hjá henni án þess að snerta hana. Hann horfði á hana þegjandi, fann engin orð sem gætu brúað bilið milli þeirra. Hann gæti sagt að þau hefðu ekki efni á að laga garðinn eða kaupa spegil að svo stöddu; að húsbyggingin hefði verið þeim fjárhagslega um megn; hann gæti sagt að hann óskaði þess heitt og innilega að þau hefðu aldrei lagt fé í flutning á fjallagrjóti austan af landi til að hlaða upp vegg í stofunni. En það var tilgangslaust. Grjótveggurinn stóð þarna óhagganlegur, miskunnarlaus, eins og varða yfir heimsku hans, illa staðsettur skjólveggur þangað sem vindurinn næði aldrei að blása.18 Fjallið hefur í vissum skilningi verið flutt inn á heimilið, í bókstaflegri skilningi en fjöllin á málverkunum sem Ugla mænir á, snertir og þefar af í Atómstöðinni. Fjallið virðist þó ekki eiga heima þarna, og kannski ekki húsráðendur heldur. En hin félagslega skylda gefur engin grið fremur en þverhníptur fjallveggurinn. Nú er komið að frumsýningu; þetta sama kvöld er haldið boð og vinafólki sýnt húsið. Undir sögulok stendur eiginmaðurinn, Snorri, á tali við annan eiginmann, Tómas: Nú stóð Tómas upp og gekk að grjótveggnum. Snorri gekk til hans. Tómas barði hnúunum í grjótið. Ur Drápuhlíð? spurði hann. Búlandstindi, - Það hefur verið fyrirhöfn - Þrjú bílhlöss. Dýrt? Þeir horfðust í augu. Augnaráð þeirra toguðust á, mældu krafta sína. Tja, sagði Snorri - ákaft reyndi hann að muna hvort Tómas átti grjótvegg - það fer eftir því hvernig á það er litið. Það kostar náttúrlega sitt.19
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.