Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2008, Page 126

Andvari - 01.01.2008, Page 126
120 ANNA JÓHANNSDÓTTIR OG ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON ANDVARI höfundar, fæddir um eða eftir miðja tuttugustu öld, höfundar sem alast upp við og venjast „miðlægni“ höfuðborgarinnar, hafa lagt í þessar ferðir út á land í verkum sínum og miðlað í þeim uppgötvun mannlífs og náttúru sem virtist komin á jaðarinn en er nú þokað í ýmsum myndum að miðjunni. Hér mætti dvelja lengur við ýmis dæmi, við sögur og ljóð Gyrðis Elíassonar, við ljóð Jónasar Þorbjarnarsonar, við verk Sigfúsar Bjartmarssonar, t.d. Mýrarenglarnir falla (1990) og Vargatal (1998); við ferðina úr höfuðborg- inni í „hjartastaðinn" í Hjartastað (1995) Steinunnar Sigurðardóttur og á sinn hátt einnig í Jöklaleikhúsinu (2001), eða ferðirnar út á land í Góðir íslendingar (1998) eftir Huldar Breiðfjörð, Rigningu í nóvember (2004) eftir Auði Olafsdóttur, Feigðarflani (2006) eftir Rúnar Helga Vignisson og Skugga-Baldri (2005) eftir Sjón. Sagnaverk Jóns Kalmans Stefánssonar hafa flest hver snúist um sveitalíf, náttúru og sögu á landsbyggðinni. Hægt væri að nefna ýmis fleiri dæmi. Hvernig stendur á þessu? Hversvegna fjalla þessir höfundar ekki fyrst og fremst um daglegt líf á helsta athafnasvæði landsins á Reykjavíkursvæðinu? Við slíkum spurningum eru vísast mörg svör. Vafalaust gat líf í gamla bændasamfélaginu orðið einhæft og einangrað - en löngu er orðið ljóst að borgarlíf nútímafólks getur einnig orðið afar einhæft og einangrað, og runnið í þröngum farvegi, mitt í öllu þéttbýlinu, fjölmiðluninni og afþreyingunni. Kannski má segja að þessir höfundar hafni sundurbútun veruleikans, og rétt eins og þýðingar jafnt sem mörg frumsamin bókmenntaverk opna okkur stöð- ugt glugga til annarra landa, þannig halda rithöfundar einnig opnum gáttum milli borgar, landsbyggðar og náttúru (í samtímalegum jafnt sem sögulegum skilningi). Eins og fólk á öðrum athafnasviðum, kunna rithöfundar að vera sannfærðir um hversu mikla orku sé að hafa úti á landi og þeir láta ekki aðra um að skilgreina þessa orku, hvort sem hún opinberast í mannfólki eða öðrum náttúrufyrirbrigðum. Höfuðborgarsvæðið kann að vera menningarmiðja í mikilvægum skilningi, en menningarsmiðjan er hinsvegar miklu stærri vist- arvera og álmur hennar teygjast um víðan völl. Landnám og myndnám Hvernig skyldi þróunin hafa verið í myndlistinni, með tilliti til þessarar þróunar? Er landslagsmálverkið enn borgargluggi sem snýr út á land? Telst málverkið ekki vera úreltur miðill nú á dögum? Konseptlistin velti hefðbundnu málverki vissulega úr sessi sem ríkjandi miðli í íslenskum listheimi - þó að það sé enn vinsælasta grein myndlistar meðal almennings, ekki síst landslagstengd málverk. Sófamálverkshugtakið varð nátengt þeirri „borgaralegu stofulist“ sem ný kynslóð konseptlistamanna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.