Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2008, Page 147

Andvari - 01.01.2008, Page 147
ANDVARI BRAUTRYÐJANDINN TORFHILDUR Þ. HÓLM OG SÖGULEGA SKÁLDSAGAN 141 Brynjólfur Sveinsson biskup: Heimildir og vinnubrögð Brynjólfur Sveinsson biskup hefst á Inngangi, sagan sjálf skiptist í XXXII kapitula, síðan kemur Yfirlit efnisins og að lokum Eftirmáli. í Eftirmála gerir Torfhildur grein fyrir vinnubrögðum sínum. Hún segist hafa drepið á helstu lífsatriði Brynjólfs biskups og fleiri manna, er honum við koma. Hún segir að sagan sé bæði sönn og ósönn: „Þótt ég hafi valið henni þau nöfn, sem einu sinni stóðu á lista hinna lifanda, eru þó mörg atvik sköpuð.“ Af þessu má sjá að höfundurinn telur sig þurfa að gera grein fyrir vinnubrögðum sínum og sannleiksgildi sögunnar, ólíkt því sem höfundar sem fylgdu í fótspor hennar gerðu. Atriði úr ævi Brynjólfs eru söguleg staðreynd, svo og persónur, en ýmis atvik, sviðsetningar og samtöl skálduð. Engar lýsingar á klæðaburði eru í bók- inni og hefur Torfhildi skort heimildir til að lýsa honum. í Eftirmálanum getur Torfhildur þeirra rita sem hún hefur haft til stuðnings og segir að það séu eingöngu Árbækur Jóns Espólíns og lýsing Sigurðar mál- ara Guðmundssonar á Þingvelli. í sögunni eru jafnframt neðanmálsgreinar þar sem vitnað er í aðrar heimildir. Með þessu vill hún skapa trúverðugleika. I Yfirlit efnisins rekur hún til enda æviferil þeirra persóna sem við sögu koma og voru enn á lífi við andlát biskups. Allar persónur Torfhildar eru sögulegar. Þær eru 38 talsins og karlmenn í miklum meirihluta, alls 29. Persónurnar gegna misstórum hlutverkum og nokkrar koma aðeins einu sinni fram. Brynjólfur biskup ber höfuð og herðar yfir þær og er á sviðinu mestallan tímann. Það eru viðhorf hans og afstaða annarra til hans sem eru miðlæg. Höfundur er alltaf nálægur, eins og tíðkast í sögum frá þessum tíma, og kemur með kristilega hugleiðingu. Daði Halldórsson kemur oftast fram að biskupi einum undanskildum. Til samanburðar kemur Ragnheiður Brynjólfsdóttir aðeins fram í fimm köflum. Nokkrar aðrar áhugaverðar sögulegar persónur eru leiddar fram, eins og sálma- skáldið Hallgrímur Pétursson, sem gegnir miklu hlutverki í lífi Brynjólfs, svo og Guðmundur Andrésson, fræðimaðurinn sem komst úr Bláturni. Pingvallalýsing Aðalsögusvið Brynjólfs Sveinssonar biskups er Skálholt en sagan hefst á Þingvöllum. Ekki var unnt að velja glæsilegra sögusvið. Bókin hefst á Inngangi, Þingvallalýsingu. Fyrstu orðin eru: „Þingvöllur, þessi fagri, ógleym- anlegi endurminningastaður allra íslendinga, þessi samkomustaður vitsmuna og hreysti fornaldarinnar.. .frá hve mörgum atburðum, sem nú eru fallnir í gleymsku, mundi hann ekki geta sagt ...“ Mjög er lýsingin tilfinningahlað- in, í rómantískum anda, þar sem vísað er til fornaldarfrægðar. Torfhildur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.