Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2008, Side 155

Andvari - 01.01.2008, Side 155
SVERRIR JAKOBSSON Sjálfstæðisbarátta Reykvíkings Það verður vart sagt að hvert mannsbarn á íslandi kannist við Jón Guð- mundsson (1807-1875) sem var alþingismaður 1845-1868 og 1874-1875 og ritstjóri vikublaðsins Þjóðólfs í Reykjavík 1852-1874. Samt sem áður var hann einn af merkustu stjórnmálamönnum íslendinga á 19. öld og sá leiðtogi sjálfstæðisbaráttunnar sem ótvírætt gengur næst Jóni Sigurðssyni að mikil- vægi. Á aldarafmæli Jóns, í desember 1907, minntust Reykjavíkurblöðin hans veglega og gerðu þætti hans í sjálfstæðisbaráttunni rækileg skil. Hins vegar var tiltölulega hljótt um Jón Guðmundsson á tveggja alda afmæli hans 2007. Afkomendur hans komu saman við leiði hans og út kom ritið Jón Guðmundsson ritstjóri, Bréftil Jóns Sigurðssonar forseta 1855-1875 (Þjóðskjalasafn íslands. Dreifing: Sögufélag). Bókin getur „sem bezt þénað sem minningarrit á 200 ára afmæli þessa heiðurmanns,“ að sögn útgefandans, Einars Laxness (bls. xxxii). Að öðru leyti er óðum að fenna yfir minningu Jóns Guðmundssonar og er það miður því að þótt Jón Sigurðsson hefði verið óskoraður leiðtogi hinnar íslensku sjálfstæðishreyfingar þá var hann að mörgu leyti fjarlægur flokks- foringi, búsettur í Kaupmannahöfn fjarri íslensku dægurþrasi. Því kom það í hlut Jóns Guðmundssonar að halda uppi merki þjóðfrelsismanna á íslandi í þá rúmlega tvo áratugi sem hann var ritstjóri Þjóðólfs. Var honum ýmis sómi sýndur af samherjum sínum og m.a. kjörinn forseti alþingis 1859 og 1861, í fyrra skiptið umfram sjálfan Jón Sigurðsson. Á hinn bóginn hlaut Jón engan embættisframa og má kenna stjórn- málaafskiptum hans um það. Honum var vikið úr starfi sem sýslumaður Skaftafellssýslu eftir þjóðfundinn 1851 og var því kennt um að hann hefði farið í leyfisleysi til Kaupmannahafnar til að kynna stjórnvöldum málstað íslendinga. Eftir það gegndi hann ekki opinberum embættum en fór þó með málafærslu fyrir landsyfirrétti. í þessu riti eru birt 144 bréf sem Jón Guðmundsson sendi til Jóns Sigurðs- sonar á árunum 1855-1875. Frá því að þeir kynntust á alþingi 1845 áttu nafn- arnir í bréfaskiptum í þrjá áratugi, en 47 bréf frá árunum 1845-1855 voru gefin út í öðru bindi ritraðarinnar Bréftil Jóns Sigurðssonar árið 1984. Útgefand- inn, Einar Laxness, er sá maður sem fróðastur er um Jón Guðmundsson en
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.