Andvari - 01.01.1950, Blaðsíða 7
andvaiu
Páll Eggert Ólason.
Eftir Jón Guðncison.
I.
Páll Eggert Ólason var fæddur í Stóru-Vogum á Vatnsleysu-
strönd 10. júní 1883, að því er prestsþjónustubók Kálfatjarnar
greinir. En sjálfur taldi liann sig vera fæddan viku fyrr, 3. júní,
°8 byggði þar á frásögn rnóður sinnar. Er eigi unnt að skera úr,
hvort réttara sé.
Poreldrar Páls Eggerts voru Óli Kristján Þorvarðsson, þá stein-
höggvari í Reykjavík, og Guðrún Eyjólfsdóttir Waage í Stóru-
Vogum. Var hann fæddur utan hjónabands, og dró ekki síðar til
hjúskapar né varanlegra samvista með foreldrum hans. Af þeim
sökum fór og sonur þeirra á mis við það að eiga varanlegt bernsku-
heimili.
Þau Óli og Guðrún, foreldrar Páls Eggerts, voru bæði af
merkum ættum kornin. Og sjálf voru þau einnig mikilhæf um
atgervi, að kunnugra manna sögn, þótt eigi auðnaðist þeim að
nJota veraldargengis að því skapi. Verður hér síðar greint frá
nokkrum æviatriðum þeirra, eftir þeirn heimildum sem fyrir hendi
eru> en þær eru því miður of fáar og ófullkomnar. En áður verður
getið ættemis þeirra, hvors um sig, og einkum minnzt nánustu
mttmanna, þeirra er hæst bar um atgervi og framkvæmdir, svo
sjást megi, af hvaða bergi var brotinn hinn umkomulitli sveinn,
Páll Eggert, er varð einn hinn mikilvirkasti fræðimaður sinnar
tíðar með þjóð vorri og lét einnig mjög að sér kveða í öðmm
oskyldum starfsgreinum.