Andvari - 01.01.1950, Blaðsíða 8
4
Jón Guðnason
ANDVARI
ii.
Llm og eltir miðja 18. öld bjó í Ölafsvík (heimajörðinni) á
Snæfellsnesi bóndi að nalni Pétur Jónsson. Var hann fjáður vel
og talinn „afbragðsmaður sökum hugvits, hagleiks og dugnaðar".
Bræður Péturs voru Ólalur „himnasmiður11 á Lundum í Staf-
holtstungum, faðir Þorbjarnar gullsmiðs s. st., og Guðbrandur,
er nam gullsmíði og varð meistari í þeirri grein utanlands. Ætt
þessara bræðra, hið næsta þeim, var borgfirzk, en karllcgginn er
talið að rekja megi til Idannesar hirðstjóra Eggertssonar, sem átti
Guðrúnu eldri Björnsdóttur, sýslumanns í Ögri, Guðnasonar.
Kona Péturs í Ólafsvík var Ástríður Árnadóttir, smiðs á Arnar-
stapa Ögmundssonar, og er þaðan beinn karlleggur til síra Ólafs
í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd Kolbeinssonar.
Meðal barna Péturs Jónssonar og Ástríðar Árnadóttur var
Ólalur, bóndi og skipasmiður á Kalastöðum á Hvalfjarðarströnd,
einn hinn nafnkunnasti athafnamaður sinnar tíðar í bændastétt
bér á landi.1) Gengi sitt átti Ólafur eigin atgervi að þakka, en
eigi fjármunum foreldra sinna., Faðir bans lézt tæplega hálfsex-
tugur, árið 1766, og var Ólafur þá tveggja vetra. Móðir hans
giftist í annað sinn, og gengu efni hennar eftir það skjótt til
þurrðar. Varð Ólafur jafnvel að búa við þröngan kost um skeið
á uppvaxtarárum sínum, en náði þó góðum þroska. Rúmlega
tvítugur réðst hann til . Ólafs stiftamtmanns Stefánssonar og
gerðist smiður á búi hans. En það hafði verið leikur Ólafs í
æsku að smíða flota smáskipa, og þóttu þau furðanlega lagleg.
Síðar sá hann oft til smíða Ölafs Björnssonar á Munaðarhóli, er
var nafnkunnur skipasmiður (d. 1819), og tók sér snið eftir hon-
um. Þannig varð Ólafur af eigin æfingu og athygli hlutgengur
til að verða skipasmiður á einu helzta stórbúi hér á landi. Hjá
1) Systkin Ólafs voru: Árni í Ólafsvík, Jón, verzlunarstjóri á Húsavík,
Guðrún, kona Einars í Bæ í Borgarfirði og Múlakoti Snorrasonar, prests á Húsa-
felli, Kristín og ef til vill fleiri.