Andvari - 01.01.1950, Side 99
ANDVARI
Stefnt að höfundi Njálu
95
stutt. Hér fatast höfundi í frásögninni. Virðist hugur hans um
of hafa verið hundinn við Kaupangsreið Sighvats Böðvarssonar
og flótta Þorvarðs frá Kaupangi. „Eyjólfur spurði, hvað titt var
um ferðir Þorvarðs." Að hinu sama hafa þeir Sighvatur spurt,
er þeir komu um nóttina til Kaupangs, svo sem sja ma af þessum
orðum í Þorgils sögu: „Var þcim sagt, að Þorvarður var riðinn út
til Svalharðs, ef hann væri eigi á heiði riðinn. Það er ofur eðli-
legt, að atvik þetta sé í Eyjólfsþætti staðfært að Hálsi og á ein-
mánuði, því þar hafa einmánaðarsamkomur Fnjóskdæla verið
haldnar, og Þorvarður á Fornastöðum var þar sveitarhöfðingi.
Hitt er torráðnara, hvers vegna höfundi detta her 1 hug ein-
mánaðarsamkomur.
Guðmundur ríki er látinn segja við Rindil: „Nú er a hallæri
mikið . . . Þú skalt fara norður Vaðlaheiði, . . . og far upp ur Kaup-
angi og Reykjaskarð og svo Hellugnúpsskarð til Bárðardals aust-
an og síðan til Þorkels háks.“ Engin skýring er á því gefin, hvers
vegna Rindill á að fara frá Kaupangi og velja sér hina löngu
°g erfiðu krókaleið til Öxarár. Elann þykist koma til Þorkels
vestan úr Hálfdanartungum, og hann er með varning til hval-
kaupa á Tjörnesi, sem liann sýnir Þorkeli. Það er ekki þvi að
heilsa, að hann látist koma til Öxarár á heimleið, enda segist
hann fara til hvalkaupa. Höfundinum hefir sýnilega ekki heppn-
azt að fella fyrirmynd ferðalagsins inn í frásögnina svo vel færi.
Þegar svo þess er gætt, að Guðmundur ríki er einnig látinn fara
kina krókóttu leið Rindils, er hann drap Þorkel hák, getur
varla verið efamál, hvaðan fyrirmyndin sé runnin. Það hæfði Þor-
varði Þórarinssyni að víkja af þjóðbrautinni, þá er hann for fra
Kaupangi á einmánuði 1258 og reið norður í sveitir. Við eftir-
reið óvinaliðs var húizt, en Þorvarður fámennur. Þegar Kaup-
angs er getið í Ljósvetninga sögu, virðist hugur höfundar dvelja
við norðurrcið Sighvats og Sturlu og þau harðindi, sem þa
dundu yfir landið. Hvað eftir annað er í fyrri hluta Eyjolfsþattar
gert rað fyrir illu veðurfari, en aldrei minnzt á goðviðri. Frið-