Andvari - 01.01.1950, Blaðsíða 92
88
Barði Guðmundsson
ANDVARl
prestur láta endurtaka járnburðinn. Eyjóllur mótmælti því og
sagði: „Eigi má skírari vera,“ en Þorkell taldi járnburðinn hafa
gengið móti Friðgerði. Þóttist Eyjólfur eiga fjárkröfu á hendur
Veisumönnum vegna þess vansa, er Friðgerður hafði hlotið af
þeim. Ríður Eyjólfur á Draflastaði til Atla og hyggst nú „sækja
eindagann.“ „Þá var mönnum hleypti til féránsdóma á hvern
bæ.“ Kemur þessi undarlega setning fyrir í miðri frásögninni af
viðskiptum Eyjólfs og Veisumanna, þá er hann reið frá Drafla-
stöðum, sama dag senr orustan við Kakalahól var háð.
Einnig í Þorgils sögu er Draflastaða getið á tveim stöðum,
en þar eru engin bein orsakatengsl sýnileg milli frásagnanna,
sem bæ þennan varða. Morguninn fyrir Þveráreyraorustu voru
þeir Þorvarður, Þorgils og Sturla staddir með flokk sinn í Þór-
unnarey. Þar kom til þeirra maður að nafni Þorsteinn tittlingur.
„Gengu þeir Þorgils og Sturla þegar á tal við bann . . . og spurðu,
hvar hann hefði verið um nóttina. Hann kvaðst verið hafa á
Draflastöðum um nóttina. Þeir spurðu, hvað hann vissi til þeirra
Eyjólfs og Hrafns. Hann kvað þá öndverða nótt hafa riðið norður
til Fnjóskadals. „Hafa þeir“ segir hann „verið á Vaðlaheiði og
séð flokk vestanmanna og utanreið eftir firðinum," — hafði þeim
sýnzt mikill og þóttust eigi hafa al'la til að bíða, en trúðu illa
héraðsmönnum, — segir, að þeir ætluðu að ríða norður til Oxar-
fjarðar og safna mönnum og fjölga þannig lið sitt.“ Lögðu flestir
trúnað á þennan fréttaburð Þorsteins, en Sturla var á „annarri
hugsun. „Hann ætla ég allt ljúga." Þannig var og rnáli farið sem
Sturla hugði. Eyjólfur og Hrafn voru með sitt lið á næstu grös-
um og ætluðu „að hlaupa þegar ofan á flokkinn, er þeim þætti
færi á vera.“ Þótt það sé ekki berlega tekið fram í Þorgils sögu,
má sjá, að Eyjólfur og Hrafn hafa sent Þorstein með lygifregn-
ina um norðurreið þeirra. Hefir og Þorsteinn sjállsagt átt að
njósna um liðskost vestanmanna og fyrirætlanir.
Það er morguninn fyrir orustuna við Kakalahól, að njósnar-
maður frá Draflastöðum ber Eyjólfi halta fregn um liðsafnað