Andvari - 01.01.1950, Blaðsíða 44
40
Jón Guðnason
ANDVARI
XXIII.
Dr. Páll Eggert var þríkvæntur.
Fyrsta kona lians var Lára Pálsdóttir (trésmiðs í Reykjavík,
Sigurðssonar, og konu lians, Rósu Jónsdóttur, útgerðarmanns í
Skálholtskoti í Reykjavík, Arasonar). Þau slitu samvistir. Börn
þeirra:
Guðrún, gift Ingólfi Ásmundssyni, skrifstofustjóra hjá Eim-
skipafélagi íslands í Reykjavík.
Gunnar, dáinn 29. maí 1908, á öðru ári.
Rannveig Edda, bankaritari í búnaðarbankanum. Dáin 8.
febrúar 1936, ógift.
Onnur kona dr. Páls Eggerts var Annika Jensdóttir (verzlun-
armanns Sandholt á ísafirði og konu bans, Jónínu Þorgerðar, f.
Biering). Frú Annika lézt 19. marz 1927. Börn þeirra:
Gerður, aðstoðargjaldkeri í útvegsbankanum í Reykjavík.
Gunnar Eggert, stjórnarráðsritari í Reykjavík. Dáinn 23. marz
1945, ókvæntur.
Áslaug, giít Pétri Berndsen, endurskoðanda í Reykjavík.
Þriðja kona dr. Páls Eggerts var Margrét Magnúsdóttir (bónda
á Baugsstöðum, Magnússonar, og konu hans, Þórunnar Guð-
brandsdóttur, bónda í Kolsholti, Brandssonar). Frú Margrét lézt
9. ágúst 1946. Börn þeirra:
Magnús Eggert, við menntaskólanám í Reykjavík.
Þórunn, dó fárra vikna.
Óttar Eggert, nemandi í Menntaskóla Akureyrar.
XXIV.
Þegar litið er yfir ævistarf dr. Páls Eggerts, sést, að það er úr
ýmsum þáttum slungið, sem eigi eru allir af sama toga spunnir,
heldur jafnvel mjög fjarskyldir, ef um nokkurn skyldleika er
þá að ræða með starfsgreinum eins og handritakönnun og banka-
stjórn, söguritun og forstöðu fjármálaráðuneytis, svo að dæmi séu
nefnd. En þótt metið sé að fullu gildi þeirra starfa, er að fjár-