Andvari - 01.01.1950, Blaðsíða 24
20
Jón Guðnason
ANDVARI
þess. Tók Páll Hggert að sér hvorttveggja starfið. Að því er hinar
prentuðu bækur varðaði, lauk hann rneðal annars við að gera
spjaldskrá yfir allar íslenzkar bækur safnsins og þær bækur á
útlendum tungurn, er varða ísland, íslendinga eða eru eftir
íslenzka menn. Auk þess spjaldskráði hann allar prentaðar bæk-
ur, innlendar og erlendar, sem safninu bættust árlega, en það
var sum árin injög mikið, þegar þangað komu stór bókasöfn ein-
stakra rnanna. Var þetta ærið starf, og aðkallandi, að bratt væri
unnið. Lítið var því afgangs af venjulegum starfstíma, er helga
mætti bandritaskránni, og varð sem mest að vinna að henni í
hjáverkum. Frestun varð og á verkinu um skeið 1916 og 1919,
er Páll Eggert dvaldist utanlands í þágu landsbókasafnsins (og
síðara skiptið einnig í þágu liins ísl. bókmenntafélags). Þó miðaði
skránni áfram með bverju ári, einkum eftir 1921, er skrásetning
prentaðra bóka var lokið, og annar maður tók að sér ritauka-
skrána. Vann Páll Eggert að handritaskránni til loka, en alla
tíð samhliða öðrum (aðal-) störfum sínum. Nær aðalskráin yfir
öll handrit, sem safnið bafði eignazt fram á árið 1935. En í
aukabindi er skrá yfir þau handrit, er til safnsins komu eftir
þann tíma.
Prentun handritaskrárinnar bófst árið 1918, og lokið var út-
gáfu aðalskrárinnar, í þremur bindum, árið 1937, en aukabindið
kom út 1947. Er bér um þvílíkt risaverk að ræða, að ógerlegt er,
í stuttu máli, að gefa þeim, sem ekki hafa kannað það sjálfir,
fullskýra hugmynd um það. Skráin öll (þrjú aðalbindi og eitt
aukabindi) með lyklum, efnisskrá og nafnaskrá er um 2250 bls.,
í mjög stóru átta blaða broti. Handritin eru talin að vera 9562,
að sjálfsögðu mjög misstór, allt frá smákverum upp í stór ritsöfn
eða syrpur eftir marga höfunda. Þau eru flokkuð eftir broti
(folio, 4to, 8vo), en stærð hvers einstaks handrits auk þess greind
nákvæmlega (hæð og breidd í cm. og blaðsíðutal). Þá er getið
efnis bandrits, aldurs, rithandar (bvers eða liverra, ef unnt er),
höfundar eða höfunda (bversu margir sem eru, ef vitað verður),