Andvari - 01.01.1950, Blaðsíða 69
andvari
Stefnt að höfundi Njálu
65
una að Öxará koma í stað allra þeirra, sem varnaðarorð mæltu við
Þorgils skarða vikurnar áður en hann var veginn. En hennar að-
varanir voru í frásögninni bundnar við eitt kvöld. Þegar höf-
undur lýsir sáttafundinum eftir víg Þorkels liáks, beitir hann
nliðstæðri tækni í skáldskap sínum. Lýsingin af sættargjörð Guð-
'Uundar ríka og Ljósvetninga er berlega byggð á minningum af
t>áðum sáttafundunum í vígsmáli Þorgils skarða. Þorvarður Þór-
annsson kemur til Gáseyrarfundarins norðan úr Reykjadal. Þess
vegna lætur höfundur Rindilsþáttar Guðmund ríða til Reykja-
dals eftir dráp Þorkels liáks og koma þaðan til sáttastefnunnar
v'(ð Ljósvetninga. Vigfús Gunnsteinsson, sem dregur sætt saman
°g flytur Sturlu sættarhoð Þorvarðs fyrir Laugarásfundinn, var
ættaður frá Einarsstöðum í Reykjadal og líklega niðji Einars
Konálssonar. Það cr því sízt að furða, þótt Einar á Einarsstöðum
hlyti hlutverk Vigfúss, þegar greint cr frá sættargjörðinni við
Ljósvetninga. Höskuldur er tregur til sátta og vill jafnvel etja
Kappi við Guðmund, „þótt Guðmundur hafi nú ríki mikið.“ En
°ö Ijörva ráða úrslitum: „Eigi er það mitt ráð að neita fébótun-
Vlrr>' I Iann lítur á málið frá sama sjónarhól og Sturla Þórðar-
son í Þorgilsmálinu og tekur sömu afstöðuna. í báðum tilfellum
eru svo fébæturnar, sem kallast „stinn manngjöld" í Ljósvetn-
lnga sögu, látnar nægja. Vorið 1262 var ríki Þorvarðs Þórarins-
Sr>nar mikið, og þótti Sturlu „ósýn leiðrétting um hefndir eftir
0rgils,“ og fýsti því til sættar svo sem Tjörvi.
Naumast þarf. frekar að orðlengja um það, hvert höfundur
nndils þáttar sækir fyrirmyndir að mönnum, er hann greinir frá
a drifum Þorkels háks. Et við gætum þess í senn, hvernig hlut-
'ýrkaskiptingu hans er háttað, og svo bókstafafjölda nafnanna í
e tlrfylgjandi skrá, liggur málið ljóst fyrir:
Flugumenn: Halldórr — Þorbjöm (Þórhallr)
Elinir líflátnu: Þorgils — Þorkell
Vegendurnir: Þorvarðr — Guðmundr
Sáttaumleitendur: Vigfús — Einarr
u