Andvari - 01.01.1950, Blaðsíða 106
102
Barði Guðmundsson
ANDVARl
eigi haldizt hafa viðmæli þeirra um vistafar brennumanna. Var
Kolbeinn grön annað skeið í Eyjafirði með Guðnýju Mánadóttur
í Gnúpufelli." Þegar Gissur kom til Eyjafjarðar „hafði hann
sanna frétt af, að Kolbeinn grön var í Eyjafirði." Tókst honum að
ná Kolheini að Espihóli og öðrum brennumanni, Þorvaldi Sveins-
syni. Voru báðir drepnir. Er vert að taka hér orðrétt upp eftir
Sturlungu nokkrar setningar úr frásögninni urn vígin á Espihóli.
„Nú kom flokkur Gissurar í tún. Þórður hóndi Ormsson gekk
út og heilsaði Gissuri og tók í tauma hesti hans og leiddi hest-
inn undir honum suður eftir túninu. Gissur bað hann ekki leiða
hest undir sér, hað alla menn af baki stíga og rannsaka bæinn.“
Kolbeinn fannst hrátt. „Var hann þá tekinn og út leiddur" og
síðan drepinn „við vegginn norður frá brandadyrum." „Þor-
valdur Sveinsson var úti í túninu, og vissu Gissurar menn eigi,
hver hann var. Gissur mælti þá: „Hver er sá hinn lauslegi" segir
hann, „er þar reikar um túnið?“ Og er hann heyrði orð Giss-
urar, brá liann við og vildi hlaupa til kirkju. En á kirkjustéttinni
stóð Geir hóndi hinn auðgi Þorvaldsson og vildi leggja til Þor-
valds, en spjótið kom í lær Þorbirni Sælendingi förunaut þeirra
sjálfra. Varð það mikill áverki. Þorvaldur varð tekinn og vó Ög-
mundur vandræðamágur hann. Eftir það riðu þeir Gissur á
braut, og reið allur flokkurinn í Saurhæ um kveldið til Þorvarðs.“
Þá er Þorvarður Þórarinsson spurði líflát Kolbeins, gerðist
hann þegar bandamaður brennumanna í baráttunni við Gissur
Þorvaldsson. Segir svo í Sturlungu um viðbragð Þorvarðs eftir
dráp Kolbeins: „Þenna vetur, þá er Gissur var suður farinn,
kom austan úr fjörðum, til móts við Eyjólf Þorsteinsson, Þor-
varður Þórarinsson með sveit manna. Ilonum mislíkaði mjög
dráp Kolbeins, er hann var hciinamaður hans um veturinn, þótt
hann væri skannna hríð. Þeir Þorvarður og Eyjólfur fóru þá vest-
ur á sveitir, fyrst til Eyjafjarðar og þaðan til Skagafjarðar, og
komu þeir mjög á óvart á Silfrastaði. Geir bónda var sagt, þá er
þeir riðu sunnan eftir vellinum. Gekk hann þá út vel snúðugt.