Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1950, Side 22

Andvari - 01.01.1950, Side 22
18 Jón Guðnason ANDVARI fimm greinum „um stofnun byggingarsjóðs og bygging opinberra bygginga". Var þar gert ráð fyrir, að byggt yrði stórhýsi yfir söfn landsins, þ. e. landsbókasafnið, landsskjalasafnið, forngripasafnið (eins og þessi tvö söfn hétu þá) og náttúrugripasafnið, ásamt vísi að málverkasafni, og enn fremur, að reistur yrði ráðherrabústaður (sem aldrei varð þó úr). Það fór vel á, að þetta frumvarp skyldi vera meðal hinna fyrstu, er innlend stjórn lagði fyrir Alþingi, því að hér var um mikið menningarmál að ræða. Þörfin á rúm- góðu húsi yfir söfnin var orðin mjög brýn og þoldi raunar enga bið, því að ýmist kúlduðust söfnin í alls ónógu húsnæði eða voru gersamlega húsnæðislaus. Landsbókasafnið hafði verið geymt í alþingishúsinu. Þar var ekkert rúm fyrir hillur undir þau rit, er safninu bárust árlega, og hafði verið svo um skeið. Má geta nærri, hve þessi þrengsli hömluðu starfsemi safnsins og rýrðu notagildi þess. Kann nútímamönnum að þykja furðulegt, að eigi skyldi hafa verið hafizt handa um framkvæmdir til úrbóta, löngu fyrr en raun varð á. En á þessum tíma, um og eftir alda- mótin, veigruðu fulltrúar þjóðarinnar sér mjög við að ráðast í miklar opinberar framkvæmdir, þar eð ekki var talið fært að lcggja stórar álögur á landslýðinn í því skyni. Átti það eigi heldur að gerast að þessu sinni, heldur skyldi afla fjár í byggingarsjóð með því að selja lóðir úr Arnarhólstúni, er höfðu hækkað mjög í verði, og enn fremur með því að selja Örfirisey, sem Reykjavíkur- bær hafði boðizt til að kaupa á 6000 krónur, en þessar lóðir og lendur voru þjóðareign. Samkvæmt þessum lögum var safnahúsið byggt á næstu ár- um á Amarhóli, norðan við Hverfisgötu, eins og kunnugt er. Lestrarsalur landsbókasafnsins var opnaður til almennra afnota 28. marz 1909. Var þá meira en lítið skipt um til bóta með hús- næði fyrir söfnin fjögur, er þangað vom flutt. Var nú unnt að vinna að því að koma þeim i það horf, er nauðsyn þeirra krafði. Einkum voru mikil verkefni af því tagi fyrir liöndum á lands- bókasafninu, sem var stærst 02 umfan^smest 02 átti mest af 7 o o
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.