Andvari - 01.01.1950, Blaðsíða 101
ANPVARI
Stefnt að höfundi Njálu
97
jarli í það sinn, þóttist liann liafa verið ginntur til að gerast
liandgenginn Gissuri jarli, og skildu þeir allfálega."
Þá er Ljósvetninga saga var rituð, hefir brúðkaupið að Reyni-
stað hinn 9. nóvemher 1259 og einmánaðarsamkoman 1261
hlotið að standa fyrir hugskotssjónum margra í liinum nánustu
minningatengslum við norðurreið Sturlu og Sighvats á einmán-
uði 1258. Á það þó einkum við um Eyfirðinga. Um það bil hóf-
ust þau harðindi, sem fyrst linnti við heit það, sem Gissur jarl
lét gera réttum þrem árum síðar. „Þorvarður úr Saurbæ var
hinn mesti vinur nafna síns af bændum í Eyjafirði." Má ætla,
að nokkuð hafi reynt á haldgæði þeirrar vináttu, þá er Þorvarður
Þórarinsson varð að flýja frá Kaupangi, sökum þess að „nær ekki
gekk manna upp með honum.“ En Þorvarður í Saurbæ var einna
mest fyrir hændum í Eyjafirði og talinn „vinsæll maður.“ Þegar
sv'° Þórður sonur hans kvongast dóttur Sturlu Þórðarsonar árið
eftir, er sjálfgefið, hvernig vináttumálum Þorvarðs Þórarinssonar
°g Saurhæinga nú er komið. Sighvatur, Sturla og Gissur jarl
úóiðu hundizt samtökum um það að ráða Þorvarð Þórarinsson
af dögum. Með brúðkaupinu á Reynistað gerast Saurhæingar
handamenn þeirra.
Það liggur þannig einkennilega bcint fyrir, að minningin
Um einmánaðarsamkomu þá, sem greint er frá í Sturlungu á
eftir hrúðkaupsfrásögninni, valdi mestu þar um, er höfundur
Ljósvetninga sögu nefnir slíkar samkomur í sambandi við tilraun
Eyjólfs halta að ná fundi Þorvarðs á Fornastöðum. Báðir voru
þeir Eyjólfur og Sighvatur Böðvarsson seint á ferð og gripu því
1 tonit, er þeir leituðu Þorvarðanna á einmánaðarkveldi. Það var
ah'eg tilvalið að skýra kvöldferðalag Eyjólfs þannig, að hann
^ hi tafizt við samkomumálin í Kaupangi. Og víst er um það,
^ höfundur Ljósvetninga sögu er Eyfirðingur. Um þetta má
J()tt ganga úr skugga, þegar þess er gætt, hvernig hann getur
sta< a í sögu sinni. í Eyjafirði innan Höfðahverfis og Moldhaugna-
la s er aldrei nefnt, í hvaða sveit bæirnir séu, en undir eins og