Andvari - 01.01.1950, Blaðsíða 71
andvari
Stefnt að höfundi Njálu
67
Hinn 14. janúar 1255 var Oddur Þórarinsson frá Valþjófs-
stöðum felldur í Geldingaholti í Skagafirði. Fyrir atförinni að
honum stóðu þeir Eyjólfur Þorsteinsson á Möðruvöllum í Hörgár-
dal og Hrafn Oddsson. Þorvarður bróðir Odds bjó þá að Hofi í
Vopnalirði. Hafði hann verið bandamaður og samherji Eyjólfs
a Möðruvöllum, en snerist nú að vonum til fjandskapar við hann.
»Þorgils skarði og Þorvarður Þórarinsson voru þremenningar að
frændsemi og því kom Þorvarði það í hug að leita þangað lið-
sinnis og nokkurs trausts. Sendi hann þá mann austan um vorið
hl Staðar með bréfum að leita eftir, ef hann vildi nokkurn kost
a gera að veita honum lið að hefna Odds, bróður hans, og hann
fengi fyrir víg hans fulla sæmd, — „vil ég þar eigi góss til spara.“
Þorgils var þá höfðingi Snæfellinga og fór með goðorð það, sem
eitt sinn hafði átt Gellir Þorgilsson að Helgafelli. Þorvarður „vildi
þeir fyndist á Margrétarmessudag á vestanverðri Bláskóga-
Þeiði, og skyldi Þorgils vera svo fjölmennur, að þeir þættist færir
þaðan, hvert ráð er þeir vildu upp taka. Var Þorvarður þá heit-
Þundinn í því, að sú ein skyldi vera sætt þeirra í milli, Hrafns
°8 Eyjólfs, að Þorgils skyldi ná héraði í Skagafirði, svo að hann
þyrfti eigi þá að ugga.“
Þorgils skarði og Sturla Þórðarson riðu nú til móts við Þor-
yarð Þórarinsson. Bar fundi þeirra saman að Rauðsgili í Hálsa-
syeit 13. júlí. Þangað komu einnig Brandur ábóti Jónsson og
Böðvar Þórðarson í Bæ. Voru þ eir við ráðagerð höfðingjanna um
jrorðurreiðina. Spyr ábóti Böðvar, hvað hann leggi til mála, en
tann svarar: „Fátt kann ég til slíks að leggja . . . . en það vildi ég, að
þeir Hrafn og Þorgils yrði góðir vinir, en óspar er mér Eyjólfur
dl ófara, ef svo mætti verða, því að hann varð hér allóvinsæll í
^éraði í sumar.“ . . . . Nú gekk Þorgils til Þorvarðs. Sótti Þorvarður
þa enn um liðveizlu við Þorgils með framboðnum fégjöfum og
0 um þeim sæmdum, sem hann mætti honum veita .... Þorgils
Juælti: „Með bænastað þínum, Þorvarður, og fögrum framheit-
m um liðveizlu og aðra hluti má ég gera kost á því að fara