Andvari - 01.01.1950, Blaðsíða 114
110
Barði Guðmundsson
ANDVARI
EFTIRMÁLI.
Ritgerð sú, er hér birtist, er sem fyrirsögn hennar bendir til,
upphaf lengri greinargerðar um Njáluhöfund. Án gaumgæfilegr-
ar athugunar á samskiptum Þorvarðs Þórarinssonar og Saurbæ-
inga verður ritunarsaga Njálu í sumurn meginatriðum hvorki
skýrð eða skilin. Þær útgáfur aðalheimilda, sem notaðar liafa
verið, eru: Ljósvetninga saga, gefin út af Bimi Sigfússyni (íslenzk
fornrit X. Rvílc 1940) og Sturlunga saga, gefin út af Jóni Jóhannes-
syni, Magnúsi Finnbogasyni og Kristjáni Eldjárn, Rvík 1946.
Leshátturinn „eftir vellinum" neðst á bls. 102 er þó tekinn eftir
Sturlunguútgáfu Guðbrands Vigfússonar (Oxford 1878). Það skal
tekið fram, að allar tilvitnanir eru færðar til nútíma máls. Var ætl-
un höfundar að láta nákvæma skrá yfir heimildir og tilvitnanir
fylgja ritgerðinni, en af öviðráðanlegum atvikum þótti eigi fært
að taka hana til prentunar að sinni, og eru lesendur heðnir að
virða það til betri vegar.
í formála sínurn fyrir Reykdæla sögu (Rvík 1923) hefir Bene-
dikt Sveinsson, fyrrum alþingislorseti, bent á Þorvarð Þorgeirsson
sem einn af heimildarmönnum að Ljósvetninga sögu. Sörnu skoð-
unar er dr. Björn Sigfússon, svo sem sjá má af eftirfarandi orð-
um hans um Þorvarð og Ögmund sneis: „Og víst má hafa fyrir
satt, að þeir hafi ekki aðeins verið heimildarmenn, heldur og
fyrirmyndir að allmörgu í Ljósvetninga sögu, hvort sem það hefur
verið höfundi viljandi eða óviljandi". (Formáli s. XLV).
Llm samband A- og C-gerðar sögunnar hcfir verið fylgt niður-
stöðu dr. Björns Sigfússonar.
E f n i .
Bls.
Páll Eggert Ólason (mynd), eftir Jón Guðnason skjalavörð ............ 3—-41
Stefnt að höfundi Njálu, eftir Barða Guðmundsson þjóðskjalavörð'.. 42—410