Andvari - 01.01.1950, Blaðsíða 103
andvaiu
Stefnt að höfundi Njálu
99
vart hclir þcss verið kostur að iæra íullar sönnur að sakargiftum
á lrcndur Þorvarði í Saurbæ í vígsmáli Þorgils.
Frá vígi Þorkels háks leitar hugur höfundar Ljósvetninga
sögu til Hlenna bónda í Saurbæ. Hann er gamall, vitur og svo
trúverðugur maður, að Guðmundi ríka þykja heit hans jafngóð
„sem handsöl annarra." En samt á Hlenni það til að beita brögð-
urn, ef styðja skal gott málefni. Varð Guðmundi að því, þá er
hann lcitaði Eilífs, veganda Rindils, að Saurbæ. Öll ber frá-
sögnin af Hlenna þess ljós ummerki að vera skáldskapur og til
þess eins hafður að bera lof á hann. Er það gert af sérkennilegri
hlýju og virðingu. Þegar Guðmundur ríki heitast við að brenna
bæ öldungsins, ef hann framselji ekki Eilíf og förunaut hans,
sem til hans höfðu vemdar leitað, svarar Hlenni: „Verið myndi
það haia fyrr meir, að fjölrætt myndi í héraðinu, ef þú gerðir
mér óvirðing. En þann veg er mér um gefið, að betra þykir mér,
að þeir séu eigi lyrir augurn mér drepnir nú, og vil ég senda þá í
Eyrarskóg." Guðmundur segir: „Viltu því heita, að þeir komi
þar? Þá mun ég þann kost taka, því að jalnt þykja mér heit þín,
senr handsöl annarra manna.“
Hlenna dettur nú ráð í hug til bjargar þeim Eilífi. Þegar
Guðmund bar að garði, var Hlenni „úti og bjó ferð hús-
Earls síns, en hann skyldi fara í Seljadal með kálfa.“ Loforð sitt
'ið Guðnuind verður Ellenni auðvitað að halda, slíkur sem
hann var. Er Guðmundur var farinn til fyrirsátursins í Eyrarskógi,
gekk Ellenni inn og mælti til þeirra Eilífs: „Nú skuluð þið fara
ylir í Eyrarskóg með þeim hætti, að í sínu hripi skal vera hvor
ykkar og bera á ykkur gras, en þá skal liggja kálfur á hvorum
ykkar. En þó má vera, að Guðmundur sjái eigi þetta undanbragð
fyrir reiði sakir.“ Snýr I llenni sér síðan að húskarlinum og segir:
»En ef þig ber skjótt fram hjá, þá kipp þú þegar knappinum
Ur hripsgrindinni. Enn mun auðna ráða.“ Og er hann kom yfir
a °g 1 skóginn, þá drifu þeir Guðmundur í móti þeim. Þá mælti
Guðmundur: „Hví eru þeir Eilífur svo seinir?“ Hann svarar: