Andvari - 01.01.1950, Blaðsíða 84
80
Barði Guðmundsson
ANDVARI
landi. Þórir og Þorkell hákur voru báðir bornir fyrir kynvilluill-
mælinu um Guðmund. Hann ákvað að taka Þorkel af lífi, en
hnekkja Þóri með fjárgreiðslum, sem síðan skyldi nota til vígs-
hóta eftir Þorkel. Stefnuförin til Laugalands er annað megin-
atriði hefndaráformsins. 1 stefnuförinni að Þorgilsi Akrakarli,
sem var maður ómerkur, hefir Guðmundur ríki þrjátíu manns,
en í atförunum að þeim Þóri og Þorkeli er hann látinn hafa
tuttugu manna sveit og fara með leynd. Á leyndin þó tæplega
við í frásögninni af Laugalandsförinni, enda enga skýringu að
finna á orðum Einars: „Þó hefur þetta leynilega farið", neina
að Guðmundur er á ferð með herflokk fyrir venjulegan fóta-
ferðartíma, eins og Þorvarður Þórarinsson, er hann reið heim frá
Hrafnagili hinn 22. janúar 1258. Rétt þegar höfundur hefir
skrifað um Guðmund: „Hann ríður nú heim á leið. Þetta var
snemma morguns", minnist hann farar áhótans á Þverá til Hrafna-
gils síðar um daginn liinn 22. janúar og dettur í hug að láta
Einar á Þverá ríða í veg fyrir hróður sinn og mæta honum hja
Hrafnagili, þótt það sé nú óþarfa krókur. Þar af stafar mót-
sögnin í ferðasögu Guðmundar, þegar rætt er um heimanför
hans sncmma morguns og heimreið hans frá Laugalandi snennna
hinn sama morgun. Það er ekki ókunnugleiki á staðháttum og
vegalengdum, heldur hirðuleysi höfundar eða tregða hans við
lagfæringar á handritinu, sem þessu veldur. C-gerðarritarinn hefir
sléttað úr misfellunni, en Iætur jafnframt lijá líða að geta um
launung fararinnar og Hrafnagil.
X. VALDABARÁTTA.
Einar Eyjólfsson á Þverá kemur fram í Ljósvetninga sögu
sem sáttasemjari. Svo og Eyjólfur ábóti á Þverá í Þorgils sögu-
Varla væri orð á þessu gerandi, ef Möðruvellir hefðu eigi komið
við frásagnir heggja rita á mjög áberandi hátt, þegar greint er
frá sáttatilraunum Þveræinganna, sem lauk með nauðalíkum um_
1 ,i
mælum, er hníga að mergi málsins. Guðmundur ríki „ríður tu