Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1950, Page 58

Andvari - 01.01.1950, Page 58
54 Barði Guðmundsson ANDVARI mjólkurketilinn og naln Þorsteins hins ramma. Sjálf bardaga- lýsingin er að öðru leyti berlega runnin frá sögnum af drápi Þorgils skarða. Eins og Þorgils verst Þorkell einn síns liðs at- sókn margra manna, sem böfðu komið að honum í fasta svefni á næturþcli. Og hann verst holsærður hetjulega eins og Þorgils og með sama hætti. Höfundur Rindilsþáttar gleymir ekki hrakn- ing Magnúss Jónssonar, er veitt hafði Þorgilsi holsárið, og lætur Þorkel hrekja Guðmund ríka með sverðshöggum á undan sér. Svo er að sjá sem höfundur hafi í fyrstu hugsað sér Guðmund hörfa undan spjótslögum Þorkels að mjólkurkatlinum, en minnist svo þess, að Þorgils vó að Magnúsi með sverði. Þannig verða þau mistök höfundar skýranleg, er hann segir Þorkel taka sér í hönd höggspjót, en þó hlaupa „fram með brugðið sverð.“ Ekki verður séð, að höggspjótsgripið, fall Guðmundar í ketilinn eða nafn Þor- steins ramma standi í nokkrum minningatengslum við víg Þor- gils skarða. Sama máli gegnir urn frásagnirnar af heimafólki Þorkels háks, þá er Rindill kom til Öxarár. „En Þorkell hafði fátt hjóna og einn húskarl, og var hann brautu til verks“ segir í A- gerðinni. Nánar er þctta svo síðar skýrt með orðunum: „Én hús- karl Þorkels vann þar sem heitir að Landamóti að heyverki." Ekkert kemur nraður þessi annars við söguna. f báðum gerðum Rindilsþáttar er húsfreyja Þorkels sögð vara mjög við Rindli og amast við gistingu hans. Hún er nafngreind í C-gerðinni og kölluð Þorgerður. Þar er þess og getið, að Guðrún, dóttir Þor- kels, fjögra vetra gömul, hafi hvílt hjá föður sínum. Setningin: „Þorkell lét sem hann sæi engan nema Guðmund í atsókninni" vekur grun um það, hvaðan húskarlinn, högg- spjótið og nöfnin Þorgerður, Guðrún og Þorsteinn rammi séu komin inn í Rindilsþátt. Allt þetta finnst í hinum stuttorðu frá- sögnum af Ótryggi í þætti Eyjólfs Guðmundssonar, þá er greinir frá liðsafnaði Þorvarðs á Fornastöðum og orustunni við Kakala- hól: „En Þorvarður sendi mann á fund Gunnsteins og svo til Ótryggs, er átti Guðrúnu, dóttur Þorkels liáks. Hallur Ótryggsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.