Andvari - 01.01.1950, Page 81
andvari
Stefnt að höfundi Njálu
77
ef kostur er, að sveigja framhaldið til samræmis við hið vanhugs-
aða upphaf. Eitt táknrænasta dæmið um þessi vinnubrögð er
einmitt frásögnin af för Þorvarðs á Fornastöðum til Miklabæjar
og Vallalaugar.
Þegar höfundur Eyjólfsþáttar lýsir málarekstrinum eftir fall
Koðráns, styðst hann til skiptis við Heiðarvíga sögu, Glúmu og
Þorgils sögu skarða. Allar þessar heimildir greindu frá manni,
sem leitaði sér uppreistar og yfirbótar af óvina hálfu fyrir víg
f>róður síns. Það er við þessar frásagnir heimildanna þriggja, sem
Þugrenningatengslin birtast í Eyjólfsþætti. Það talar sínu máli.
Samkvæmt Glúmu er vígsmálið sótt á Hegranesþingi og þangað
hiður Eyjólfur halti Gelli að fjölmenna. Samkvæmt Heiðarvíga
sögu er jafnframt leitað liðsinnis Eiðssona í Ási, því frásögnin
1 Þorgils sögu um gistingarstað Sturlu Þórðarsonar eftir Rauðs-
gilsfundinn minnti höfundinn á þá. Næst er skýrt frá sendiför
Háreks í Ási til Skegg-Brodda að Hofi, en þá hefir hugur höf-
undar hvarflað milli frásagna heimildanna um hinn borgfirzka
Hárek og liðshónarför Þorgils skarða til Brodda Þorleifssonar að
Hofi. Um leið hlaut Vallalaugarfundurinn að ónáða hugsanir
höfundar. Eftir Glúmu er svo upphaf frásagnarinnar um Skaga-
fjarðarför Eyjólfs halta og Þorvarðs á Fornastöðum sniðið, en
sökum hugrenningatengsla höfundar við Skagafjarðarför Þorgils
°g Þorvarðs Þórarinssonar er Eyjólfur sagður ríða „á Silfrastaði,
on Þorvarður reið ofan eftir héraðinu á Miklabæ.“ Hefst með
pessum orðum greinin í Eyjólfsþætti, sem geymir mótsögnina
um þingstað Skagfirðinga, því nú snýst hugsun höfundar um
allalaugarfundinn og heimboð Þorvarðs Þórarinssonar til Mikla-
æjar- Fljótt á litið er helzt svo að sjá sem höfundur láti sendi-
mann Þorgerðar húsfreyju mæta fyrst Þorvarði á Fornastöðum,
hann var kominn til Miklabæjar, en framhald frásagnarinnar
1 ^1.1’ Þetta er ekki meining hans. Fyrir honum vakir, að sendi-
lnn hitti Þorvarð á leiðinni ofan eftir Jökulsárhökkum og
orvarður ríði síðan að gefnu tilefni í Miklabæ. Vegna þessarar