Andvari - 01.01.1950, Blaðsíða 57
andvari
Stefnt að liöfundi Njálu
53
Þórhallur. I3ví vitanlega var dulnaíninu ætlað að minna á skírnar-
naln fyrirmyndarinnar cn ekki gervinafnið, sem henni var fengið
í sögunni. Þannig hlaut Halldór skraf lieitin Þorsteinn, Þorhjörn
og Þórhallur.
IV. LÆKIR.
Þorkell hákur hefir það hlutverk í Ljósvetninga sögu að kalla
Guðmund ríka kynvilling og þola síðan dauða fyrir illmælið.
Frá falli lians er greint á þessa leið: „Síðan drifu menn að bæn-
urn og inn í húsin. Var þar kominn Guðmundur og þeir tuttugu
saman. Og við gnýinn og vopnabrak vaknaði Þorkell, og varð eigi
ráðrúm til að fara í brynju sína. En höggspjót tók hann í hönd
sér, en setti hjálm á höfuð sér. Mjólkurketill stóð í húsinu, og
var þröngt. Þá mælti Guðmundur: „Það er nú ráð, Þorkell, að
sýna sig Guðmundi og skríða eigi í hreysi.“ Þorkell svaraði: „Nú
skal ég víst sýna mig þér, Guðmundur. Og eigi komstu fyrr en ég
astlaði. Eða hverja leið fóruð þér hingað?" Hann svarar: „Ég fór
Grímubrekkur og Hellugnúpsskarð." Þorkcll mælti: „Þú hafðir
bratta leið og erfiða, og trautt kann ég að ætla, hversu rassinn
uiyndi sveitast og erfitt hafa orðið í þessari ferð.“ Síðan hljóp hann
fram nreð brugðið sverð og hjó þegar til Guðmundar. En liann
bopaði undan. Þorkell lét sem hann sæi engan nema Guðmund
1 atsókninni. Menn báru vopn á Þorkel. En hann varðist hraust-
lega, og fengu menn sár af honum. Þorsteinn hét maður og kall-
aður hinn rammi, hann gekk mest í móti Þorkeli. Og varð hann
sar mjög, því að margir voru um einn. Hann var eigi að óákaf-
ari, þó að iðrin lægi úti. Guðmundur hopaði undan og hrataði
í nijólkurketilinn. Það sá Þorkell og hló að og mælti: „Nú kveð
eg, að rassinn þinn hafi áður leitað flestra lækjanna annarra,
en mjólkina hygg ég hann eigi fyrr drukkið hafa. Enda ráðst
þú nú hingað Guðmundur, úti liggja nú iðrin mín.“ Síðan drápu
þeir hann.“
“ Nú eru þau atriði í þessari grein, sem helzt gætu bent til
fornrar arfsagnar. Það er höggspjót Þorkels, fall Guðmundar í