Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1950, Blaðsíða 74

Andvari - 01.01.1950, Blaðsíða 74
70 Barði Guðmundsson ANDVARI vakin at orðum Þorvarðs: „ef ég á um að mæla.“ Rétt áður í ræðu sinni segir Þorvarður: „Þykir mér meiri von, að eigi sé langt til fundar vors.“ En Eyjólfi verður að orði við Einar undir nálcga sömu aðstæðum: „Sýnist mér sem skammt muni verða til fundar vors.“ Báðir liafa lofað stórum liðveizlulaunum, en ótrygg er greiðslan, ef harizt verður. Því fer fjarri, að nokkurt atriði í framanskráðri frásögn af liðsbón Eyjólfs halta eigi skylt við fornar arfsagnir, nema sjálf eiginheitin. En þau eru öll tekin þar upp vegna hugrenninga- tengsla höfundar við liðsbónarfrásögnina í Þorgils sögu. Velvild- arorð Böðvars í Bæ um Hrafn Oddsson eru sýnilega tilefni klaus- unnar um Hrafn Þorkelsson í Lundarhrekku: „Þá var umræða á, að I lrafn myndi eigi fyrir sökum hafður.“ — Að sjálfsögðu er liðsbónarmaðurinn Eyjólfur halti settur í stað liðsbónarmanns- ins Þorvarðs Þórarinssonar, sem átti eftir hróður sinn að mæla, og Snæfellingagoðinn Gellir í stað Snæfellingagoðans Þorgils skarða. En Gellir var samtíðarmaður Eyjólfs halta svo sem kunn- ugt er. Jafnaugljósar eru orsakirnar til þess, að Goðdælir og synir Eiðs í Ási eru nefndir í sömu andrá sem Gellir. Herflokkur sá, sem Þorgilsi fylgdi til liðveizlu við Þon'arð í orustunni á Þverár- eyrum, var þrídeildur. Getur þessa mjög greinilega í Þorgils sögu. Sjötíu menn fylgja Þorgilsi af Snæfellsnesi. Sturla Þórðarson slæst í förina með sextíu manns og sjötíu bætast við liðið í Skaga- firði. 1 því héraði voru Goðdælir fornfrægasta ættin; þess vegna minnist höfundur sérstaklega þeirra, þegar hugur hans beinist að Skagfirðingum 11. aldar. Aftur á móti er það bæjarnafnið Ás og gisting Sturlu Þórðarsonar þar nóttina áður en lagt var af stað í norðurreiðina, sem minnir höfundinn á Eið í Ási og sonu hans. Elvarflar þá auðvitað hugur höfundar um leið að Heiðar- vigum, því samkvæmt Eleiðarvíga sögu voru Eiðssynir kvaddir til liðveizlu gegn Víga-Barða og féllu í bardaganum við norðan- menn. Þannig kemur það sízt á óvart, þótt Goðdælir, Gellir og synir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.