Andvari - 01.01.1950, Blaðsíða 74
70
Barði Guðmundsson
ANDVARI
vakin at orðum Þorvarðs: „ef ég á um að mæla.“ Rétt áður í
ræðu sinni segir Þorvarður: „Þykir mér meiri von, að eigi sé
langt til fundar vors.“ En Eyjólfi verður að orði við Einar undir
nálcga sömu aðstæðum: „Sýnist mér sem skammt muni verða
til fundar vors.“ Báðir liafa lofað stórum liðveizlulaunum, en
ótrygg er greiðslan, ef harizt verður.
Því fer fjarri, að nokkurt atriði í framanskráðri frásögn af
liðsbón Eyjólfs halta eigi skylt við fornar arfsagnir, nema sjálf
eiginheitin. En þau eru öll tekin þar upp vegna hugrenninga-
tengsla höfundar við liðsbónarfrásögnina í Þorgils sögu. Velvild-
arorð Böðvars í Bæ um Hrafn Oddsson eru sýnilega tilefni klaus-
unnar um Hrafn Þorkelsson í Lundarhrekku: „Þá var umræða á,
að I lrafn myndi eigi fyrir sökum hafður.“ — Að sjálfsögðu er
liðsbónarmaðurinn Eyjólfur halti settur í stað liðsbónarmanns-
ins Þorvarðs Þórarinssonar, sem átti eftir hróður sinn að mæla,
og Snæfellingagoðinn Gellir í stað Snæfellingagoðans Þorgils
skarða. En Gellir var samtíðarmaður Eyjólfs halta svo sem kunn-
ugt er. Jafnaugljósar eru orsakirnar til þess, að Goðdælir og synir
Eiðs í Ási eru nefndir í sömu andrá sem Gellir. Herflokkur sá,
sem Þorgilsi fylgdi til liðveizlu við Þon'arð í orustunni á Þverár-
eyrum, var þrídeildur. Getur þessa mjög greinilega í Þorgils sögu.
Sjötíu menn fylgja Þorgilsi af Snæfellsnesi. Sturla Þórðarson
slæst í förina með sextíu manns og sjötíu bætast við liðið í Skaga-
firði. 1 því héraði voru Goðdælir fornfrægasta ættin; þess vegna
minnist höfundur sérstaklega þeirra, þegar hugur hans beinist
að Skagfirðingum 11. aldar. Aftur á móti er það bæjarnafnið Ás
og gisting Sturlu Þórðarsonar þar nóttina áður en lagt var af
stað í norðurreiðina, sem minnir höfundinn á Eið í Ási og sonu
hans. Elvarflar þá auðvitað hugur höfundar um leið að Heiðar-
vigum, því samkvæmt Eleiðarvíga sögu voru Eiðssynir kvaddir
til liðveizlu gegn Víga-Barða og féllu í bardaganum við norðan-
menn.
Þannig kemur það sízt á óvart, þótt Goðdælir, Gellir og synir