Andvari - 01.01.1950, Blaðsíða 115
sínum tíma um þessa útgáfu Sturlungu og luku á hana hinu
mesta lofsorði. — Hér eru örfá og stutt sýnishorn af um-
sögnunum:
Dr. Björn Sigfússon (Þjóðv. 2/11 ’47):
„Sturlunguútgáfa þessi er merkasti viðburðurinn í fornrita-
skýringum síðustu 10 ára. Með því er ekki lítið sagt”.
Jakob Benediktsson (Tímarit Máls og menningar 1947):
„Hin nýja og glæsilega útgáfa Sturlungu, sem út kom á síð-
asta ári, ber langt af öllum fyrri útgáfum í því að létta undir
við lesturinn með því að greiða úr mörgum þeim flækjum,
sem flestum lesendum er ofvaxið að ráða við. Útgáfunni
fylgir rækilegur inngangur, textaskýringar og vísnaskýringar,
tímatal, mjög vönduð nafnaskrá, ættarskrár um 46 ættir, skrár
urn atriðisorð, fjöldi mynda og uppdrátta”.
Guðni Jónsson (Vísir 19/12 ’47):
„. . . Mitt í bókaflóði síðustu ára, sem borið hefur á land fjölda
margar góðar og nytsamar bækur, er útgáfa þessi merkisvið-
burður, enda er hún tvímælalaust vandaðasta útgáfa íslenzks
fornrits hér á landi, þegar frá eru skildar útgáfur Fornrita-
félagsins af Islendingasögum, sem gefnar eru út með styrk úr
ríkissjóði.
Ætti ég ráð á viðurkenningu fyrir svona verk, mundi ég
veita hana. Það er íslenzkum fræðum sómi og ávinningur”,
Bjarni Vilhjálmsson (Alþbl. 21/11 ’47):
„Af því, sem nú hefur sagt verið, er auðsætt, að ekkert hefur
verið til sparað að búa svo í haginn fyrir lesendur, að þeir
geti sem greiðlegast áttað sig á hinu flókna og fjölþætta efni
sögunnar”.
Pétur Sigurðsson (Mbl. 28/10 ’47):
„Þegar um rit eins og Sturlungu er að ræða, er mikið undir
því kornið, að útgefandi búi það vel í hendur lesandanum og láti
honum í té aðstoð, sem hann þarfnast. Að þessu leyti tekur
útgáfa þessi öllum eldri útgáfum fram”.