Andvari - 01.01.1950, Blaðsíða 86
82
Barði Guðmundsson
ANDVARI
ardal. Töluðu þeir um vandræði sín og áfelli það, er biskup
lagði á þá Þorgils, og nokkuð á þá alla. Réðu þeir það með sér
að ríða inn í hérað til móts við biskup, er hann fer norðan úr
sýslu sinni, og beiðast af honum sætta . . . Þeir riðu nú inn til Eyja-
fjarðar. Þá gisti biskup á Möðruvöllum. Ætluðu þeir Þorgils og
Þorvarður þangað til fundar við hann. En er biskup vissi það,
reið hann í brott þegar og ofan til Munka-Þverár og gekk þar í
kirkju og lét læsa kirkjunni. En er Þorgils og Þorvarður spurðu
það, riðu þeir til Þverár við þrjátigu manna. En er ábóti fann þá,
fagnaði hann þeim vel og segir þeim, að biskup vildi, að þeir
riði á brott, og vildi eigi við þá mæla. Abóti bauð þeim Þorgilsi
þar greiða þann, er þeir þyrfti og hestaskipti, livort sem biskupi
líkaði betur eða verr. Þorgils og Þorvarður buðu ábóta, að hann
skyldi ganga á milli og koma á með þeim stefnulagi til umtals
mála sinna ....
Fór ábóti þá í millum og Hallur af Möðruvöllum, og stóð þar
fjarri um tilmæli allra sætta. Og varð það að lyktum, að biskup
gekk úr kirkju fyrir bæn ábóta. Var þá gengið í ábótastofu . . . .
En er Þorvarður og Þorgils og þeirra menn gengu í stofuna,
kvöddu þeir biskup, en hann svaraði engu. Settust þeir þá niður,
og hóf Þorvarður þá mál sitt á þessa leið: „Herra, það er erindi
vort hingað, að allt það, er vér böfum brotið við heilaga kirkju
og raskað Guðs rétti, viljum vér bjóða á yðar dóm . . . . En
þær sakir, sem gerzt bafa millum vor og annarra leikmanna,
skiljum vér undan yðar dómi. Og um allar héraðsísetur viljum
vér eigi yðar ráði blíta." . . . „Það er og mitt boð, berra," segir
Þorgils, „en hvarvetna vil ég til sveigja yðars samþykkis sakir
fyrri vináttu, það er ég þykist eigi sjálfan mig mjög minnka
til, en hérað mun ég eigi upp gefa." Varð nú hin snarpasta
deila. „En Þorgils mælti, þá er biskup gekk í brott, svo að hann
heyrði: „Eigi mun ég leggja hendur á yður, herra, og eigi ræna
staðinn á Elólum, en svo munuð þér til mega ætla, að ég