Andvari - 01.01.1950, Blaðsíða 59
andvari
Stefnt að höfundi Njálu
55
var að Þverá í Fnjóskadal með konu þeirri, er Þorgerður hét, og
gekk að sauðum þann morgun og haiði skipt verkum við þann,
er fjár geymdi, því að hann var oft á Grýtubakka í Höfðahverfi
og hafði þar sláttu. Hann fór upp í dalinn. Ótryggur faðir hans
var þá gamall og þó hinn vaskasti. Honum komu orð Þorvarðs
að nýju; og er sendimaður kom, var hann að höfuðþvætti og
kvaðst eigi búinn. Þá mælti Guðrún: „Satt var það, að Þorkell
hákur var mér skyldur, en eigi þér, enda skal ég og fara.“ Ótrygg-
ur svarar: „Mér sómir förin, enda skal ég og fara.“ Fór hann þá
síðan til Þorvarðs .... Síðan tókust áhlaup mikil. Ótryggur lét
sem hann sæi engan mann nema Eyjólf. Þorvarður var eigi í
fyrstu bráðorður. Ótryggur lagði spjóti til Eyjólfs. En Eyjólfur
Var í skarlatskyrtli rauðum. Hafði hann drepið upp skautunum,
en Ótryggur lagði í felina. En Þorsteinn hinn rammi laust á
°fan öxarhamrinum svo hart að fal eggina spjótsins. Ótryggur
^aut eftir. En er Eyjólfur sá það, þá lagði hann Ótrygg í gegnum
JUeð spjóti. En hann snaraðist við, féll í lækinn og dó þar.“
Efnismeðferðin á frásögnunum af vígum Þorkels háks og
'Jtryggs tengdasonar hans er að vissu leyti merkilega áþekk. „Þor-
kell lét sem hann sæi engan nema Guðmund.“ „Ótryggur lét
senr hann sæi engan mann nema Eyjólf.“ Þorkell tekur höggspjót
Ser í hönd. Ótryggur ræðst að Eyjólfi vopnaður höggspjóti, svo sem
sja má af orðunum: „fal eggina spjótsins." Þorsteinn hinn rammi
veitir Guðmundi ríka fulltingi, svo og Eyjólfi syni hans, er þeir
k’orkell og Ótryggur sækja að þeim feðgum. í þessum tveim
v'iðureignum eru ekki aðrir menn nafngreindir. Guðmundur hrat-
ar 1 mjólkurketilinn og hlýtur um leið spottyrðin: „Nú kveð ég
rassinn þinn hafi áður leitað flestra lækjanna." Ótryggur „snar-
aðist við, féll í lækinn og dó þar.“ Þann dag sem Ótryggur féll,
sauðamaður Þorgerðar húsfreyju að Þverá við heyvinnu á
^rýtubakka, að því er virðist. Þegar Þorkell hákur var drepinn,
Vann húskarl hans að heyverki „þar sem heitir að Landamóti." Líkt
°8 höggspjóti Þorkels er húskarli þessum öldungis ofaukið í Rind-