Andvari - 01.01.1950, Blaðsíða 61
andvari
Stefnt að höfundi Njálu
57
að gesturinn vill svíkja þig og hefir látið frá lokur.“ Þorkell
mælti: ,,Eigi mun gáð hafa verið að setja fyrir lokurnar." Síðan
sofnaði hann,“ en húsfreyja hverfur af sjónarsviðinu, öldungis
eins og ekkert hafi í skorizt. Hlutverki hennar var lokið. Og
Rindill skýtur slagbrandinum frá að nýju, athugasemdalaust.
Fljótt á litið má þetta virðast furðulegur samsetningur. Þor-
kell á sökótt við menn og getur búizt við fjörráðum. Samt hirðir
hann ekki hót um aðvaranir konu hinnar. Voru þær þó sannar-
lega á traustum rökurn reistar. Þorgerður og Guðmundur ríki sjá
við fyrstu sýn, hvern mann Rindill hefir að geyma. En Þorkell,
hann er steinblindur og ber sig að sem fáráðlingur. Þó er það
ekki heimska, sem veldur hinu annarlega hátterni hans, að
hyggju söguritarans. Rétt eftir að Rindill hafði framið svikræði
sitt, segir Þorkell við Guðmund ríka: „Eigi komst þú fyrr en ég
ætlaði." Setningin varpar skærri birtu á sálarlíf Þorkels. Það
samrýmist ekki skapgerð hans að viðurkenna misskilning sinn
eða yfirsjónir. Hann þóttist hafa gengið úr skugga urn það, er
Rindil bar að garði, að sá maður væri ekki „bráðhættulegur“ og
þar við varð að sitja, jafnt þótt flugumaðurinn gerði sig beran
að hrögðum. Orð húsfreyjunnar: „Gesturinn vill svíkja þig og
^efir látið frá lokur“ hljóma sem markleysuhjal í eyrum Þorkels.
Hann er sýnilega einn þeirrar rökheldu manntegundar, sem
ris öndverð gegn öllum heilræðum og varnaðarorðum, hvaðan
sem þau koma. Um Þorkel má víst segja hið sama, sem haft er
eitir Njáli um Kaupa-Héðin: „Þykist einn vita allt.“ Það er
engin hending, að Þorkell er kynntur á þessa leið í Ljósvetninga
S.?8U: „Þorkell hákur, sonur Þorgeirs lögsögumanns, bjó þá að
P^ará í Ljósavatnsskarði. Hann var einlyndur og hetja mikil. Hann
'alði fátt hjóna og átti þó sökótt.“ Með afdrif hans í huga skrifar
rófundur þetta. Og aftur er vikið að hinum háskalega skapgerðar-
Ul'esti hans, þegar Guðmundur ríki varar Rindil við honum með
svofeldum orðum: „En Þorkell er illur viðtakna og ekki samþykkur
v'ð aðra mann.“ Sökum þverúðar sinnar og óráðþægni er Þorkeli