Andvari - 01.01.1950, Blaðsíða 56
52
Barði Guðmundsson
ANDVARI
danartungur dragast inn í þetta mál. 1 liinum milda sæg ör-
nefna og mannanafna frá þjóðveldistímanum kemur heitið Hálf-
dan aðeins tvisvar lyrir. Dærnin eru Hálldanartungur og Hálfdan
Sæmundarson að Keldum. Sumarið 1246 tók Hálfdan við varð-
veizlu ríkis og eigna Þórðar kakala í Eyjafirði og fluttist norður.
Bjó hann á Grund veturinn eltir. Tíu árum síðar andaðist Þórður,
og krafðist þá arfs eftir hann Steinvör Sighvatsdóttir á Keldum,
kona Hálfdanar. Töldust þau Keldnahjón að landslögum réttir
eigendur Grundar og fengu jörðina í hendur tengdasyni sínum,
Þorvarði Þórarinssyni, sumarið 1257. Þegar þess er gætt, að Þor-
varður býr á eignarjörð Hálfdanar, þá er hann sendi Halldór
skraf í njósnarförina, þarf dulncfnið Hálfdanartungur enga undr-
un að vekja. Hér var það hæjarnafn fundið, sem sérstaklega var
vel til þess fallið að minna á Grund. Að viðbættu heitinu Þór-
hallur var allri hulu svipt af þessari nafngift. Hnyttilcgra dul-
nefni er Þórhallur í Hálfdanartungum var naumast hægt að
velja, þótt það sé óhafandi í sannfræðilegri frásögn eins og hinar
daglegu laugarlerðir Guðmundar og Rindils og laumuspil þeirra á
Eyfirðingaleið.
Engin nöfn eru til á íslenzku, sem líkjast hvort öðru meir
en Halldórr og Þórhallr. Hin fornu handrit bera því vitni, að á
13. öld vissu menn vel, að Halldórr og Hallþórr var sama heitið,
því báðir rithættir eru notaðir. Þórhallr og Hallþórr eru einnar
merkingar, jafnlöng og samsett af sömu bókstöfum. Lengra verð-
ur ekki komizt í nafnlíkingum. Höfundur A-gerðar hefir sjálf-
sagt þótzt fundvís og fyndinn, er hann kallaði Halldór skraf
Þorstein rindil og lét Guðmund ríka ráðleggja honum að segjast
vera frá Hálfdanartungum. Samt reyndist C-gerðarritarinn hon-
um ennþá snjallari í nafnavalinu. Harin gerir sér hægt um hönd
og hefir endaskipti á atkvæðunum í nafni Halldórs skrafs og
lætur flugmanninn sjálfan kalla sig Þórhall frá Hálfdanar-
tungum. Um leið varð að fella niður gervinafnið Þorsteinn og
setja í stað þess annað heiti, scm ekki var sömu merkingar og