Andvari - 01.01.1950, Blaðsíða 35
ANDVARI
Páll Eggert Ólason
31
verkefnum þar að auki sinnt, samhliða. Var eigi kyn, þó að
kenndi nokkurrar þreytu, og má hafa fyrir satt, að svo hafi verið.
Dr. Þorkell Jóhannesson telur, í fyrr nefndri minningargrein 1
„Mbl“, að dr. Páll Eggert hafi þá í bili verið orðinn þreyttur á
ritstörfum, auk þess sem kennsla hafi aldrei verið honum skap-
felld. Verða nú og þáttaskil á starfsferli hans. Hann hverfur frá
háskólanum og að fjarskyldum störfum. Virðist hann þá hafa
tekið sér hvíld frá ritstörfum um skeið eða að minnsta kosti farið
sér þar hægara en áður, enda hafði hann æmum störfum að
sinna af öðru tagi um næstu tíu ár.
Um árslok 1929 (28. des.) var dr. Páll Eggert skipaður aðal-
hankastjóri Búnaðarbanka íslands, sem þa var verið að setja a
stofn. Tók hann við því starfi með ársbyrjun 1930, en sagði því
lausu hálfu þriðja ári síðar, frá 30. júní 1932. Það sumar vann
hann að útgáfu fasteignabókar landsins, enda hafði hann átt sæti
í yfirfasteignamatsnefnd, sem skipuð var 1931. Hinn 3. sept.
1932 var hann settur forstöðumaður (skrifstofustjóri) fjármála-
fáðuneytisins, en veitt það embætti af konungi 28. februar 1933.
A árinu 1938 fékk hann orlof til fræðirannsókna, og næsta ar,
1939, fór hann utan til þess að semja álitsskjal í þágu utanríkis-
málancfndar Alþingis. En er heim kom, var honum veitt lausn í
náð, óbeðið, frá 30. júní 1939. Með samningi 5. febrúar 1940
fékk hann aðfararheimild til fullra launa gegn þvi að vinna að
æviskrám nafnkunnra íslendinga.
Hér hefir verið farið fljótt yfir sögu um þau starfsar dr.
Páls Eggerts, er hann gegndi bankastjóra- og skrifstofustjorastörf-
um. Þess konar embættisstörf þykja og sjaldnast fela í ser mikið
frásagnarefni, og sízt myndi það vera fyrir hendi, þegar um
svo stutt tímabil er að ræða, sem hér á sér stað. Stjorn dr. Pals
Eggerts á búnaðarbankanum náði aðeins yfir allra fyrstu frum-
vaxtarár þeirrar stofnunar, en í aðsigi var þá kreppan mikla, er
Egðist sem farg yfir fjármála- og athafnalíf þjóðar vorrar. Störfin
í skrifstofu fjármálaráðuneytisins voru unnin í kyrrþey og urðu