Andvari - 01.01.1950, Blaðsíða 83
andvam
Stefnt að höfundi Njálu
79
Þetta var enn í það mund, er Guðmundur hafði heiman farið.
Einar mælti, að hann skyldi vís verða þess, er þeir færi heim
aftur. En er á líður daginn, kom sauðamaður og sagði Einari, að
þá voru þeir utan á leið. Einar mælti, að hann skyldi taka hest
hans og leggja á söðul. Og svo gerir hann. Einar stígur á bak
°g ríður fyrir þá, og hittir þá fyrir ofan Hrafnagil. Guðmundur
fagnar vel hróður sínum. Hann tók því vel. Einar spurði: ,,I Ivert
hafið þér riðið í morgun, Guðmundur frændi, er þú hefir svo
snemma að verið." Guðmundur svarar: „Mörg eru erindi mm
hérna um byggð.“ Einar mælti: „Ekki ertu vanur að nða svo
fjölmennur hér um byggðir, ef lítil erindi^ væri, og seg mer
hvert þú hefir riðið." Guðmundur mælti: „Ég reið út á Lauga-
End að stefna Þóri um hafralaunin, þeim er hann leyndi af fe
Þorgils, en ég átti sektarfé að taka eftir hann.“ Einar segir: „Þó
hefir þetta leynilega farið.“ . . . Þeir hræður skildu nu að þessu,
°g fór Einar heim til Þverár. Guðmundur reið og heirn með
sína mcnn.“
Hér stendur það svart á hvítu, að Guðmundur riði heim a
leið snemma morguns, en hrátt er því snúið við og Guðmundur
talinn samdægurs fara snemma morguns að lieiman. Til þess að
glöggva sig á þessum snarsnúning í frásögninni er nauðsynlegt
að athuga, livað Þorgils saga greinir frá viðburðunum hinn 22.
janúar 1258. „Nú ríður Þorvarður og hans félagar, þar til er
Þc'r komu til EIrafnagils.“ Fylgir svo frásögnin af drapi Þorgils
skarða og lýkur henni þannig: „Riðu þeir Þorvarður um daginn
11PP á Grund. Þetta var Vinsentiusmessudag á þriðja degi viku.
Það var í öndverða dagan, er þeir Þorvarður komu. Síðar sama
^kag „var sent til Múnka-Þverár og sögð áhóta tíðindin .... Fór
tann þegar í móti líkinu .... Lét ábóti þá aka líkinu upp til
Einka-Þverár og jarða þar sæmilega.“
Það kemur sízt óvænt, þótt söguritarinn hafi hugann hundinn
^ð heimrcið Þorvarðs Þórarinssonar á öndverðum morgni, er
lann greinir frá stefnuför Guðnnindar rika til Þoris á Lauga-
6