Andvari - 01.01.1950, Blaðsíða 76
72
Barði Guðmundsson
ANDVARI
að greina frá íóstra Hyjólis halta. Hr það í góðu samræmi við
íyrinnyndina í Heiðarvíga sögu, þótt ekki sé hægt að telja lilut-
verk i’óstranna hin sömu í báðunr ritum.
Það vill nú svo vel til, að sýna má, hvers vegna höfundi dettur
það í hug að láta Þorvarð á Hornastöðum biðja Skegg-Brodda að
Hofi um liðveizlu gegn Eyjólli. Híkt og nafnið Hárekur er nafnið
Broddi mjög fágætt hérlendis. Hrá þjóveldistímanum er ekki
vitað um nema einn Brodda á landinu utan Austfirðingafjórð-
ungs. Hann bjó að Hofi á Höfðaströnd og var Þorleifsson. Þegar
þeir Þorvarður Þórarinsson eftir Rauðsgilsfundinn komu til Skaga-
fjarðar og hófu þar liðsöfnun, reið Þorgils skarði „út til I Iofs . . . að
finna Brodda, mág sinn .... Hékk hann þar góðar viðtökur. Hann
sótti Brodda að málum, og svo um liðveizlu. Broddi lézt eigi
áræði til bera, kvaðst vera mjög gamlaður og eigi herfær og leiður
ófriðurinn." Sat hann um kyrrt heima, en veitti þó Þorgilsi nokk-
urn styrk til herfararinnar, enda var Broddi mjög mótsnúinn þeim
Eyjólfi og Hrafni. „En ef Guð vill sem vér, þá myndi þeirra
ójafnaður hrátt steypast" er eftir honum haft í Þorgils sögu. Híkt
var Skegg-Brodda að Hofi í Vopnafirði farið, er Hárekur leitaði
fulltingis hans. Var hann mótdrægur Eyjólfi halta, en hallur
undir Þorvarð á Hornastöðum um liðveizlu, þótt eigi lofaði
hann henni. „Koma mun ég til þings“ segir Skegg-Broddi við
konu sína, er þau ræddu um liðveizlubónina. Háum við brátt að
sjá, um hvaða þing er hér að ræða.
Daginn eftir bardagann á Þveráreyrum „var fundur stefndur
við Djúpadalsá. Kornu þar til margir héraðsmenn .... Beiddi Þor-
varður sér viðtöku af bændum. Elutti það með honum Þorgils
og Sturla. Varð að því lítill rómur . . . . En er Þorvarður skilur, að
engi er þessa kostur, þá riðu þeir af héraði og vestur til Skaga-
fjarðar. Gisti Þorvarður á Silfrastöðum, en Þorgils í Flatatungu'-
Var þá fundur stefndur við Vallalaug. Komu þar til bændur
flestir. En um daginn, er þeir riðu ofan eftir Jökulsárbökkum,
talast þeir við Þorvarður og Þorgils um liðveizlu þá, er Þorvarður