Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1950, Page 92

Andvari - 01.01.1950, Page 92
88 Barði Guðmundsson ANDVARl prestur láta endurtaka járnburðinn. Eyjóllur mótmælti því og sagði: „Eigi má skírari vera,“ en Þorkell taldi járnburðinn hafa gengið móti Friðgerði. Þóttist Eyjólfur eiga fjárkröfu á hendur Veisumönnum vegna þess vansa, er Friðgerður hafði hlotið af þeim. Ríður Eyjólfur á Draflastaði til Atla og hyggst nú „sækja eindagann.“ „Þá var mönnum hleypti til féránsdóma á hvern bæ.“ Kemur þessi undarlega setning fyrir í miðri frásögninni af viðskiptum Eyjólfs og Veisumanna, þá er hann reið frá Drafla- stöðum, sama dag senr orustan við Kakalahól var háð. Einnig í Þorgils sögu er Draflastaða getið á tveim stöðum, en þar eru engin bein orsakatengsl sýnileg milli frásagnanna, sem bæ þennan varða. Morguninn fyrir Þveráreyraorustu voru þeir Þorvarður, Þorgils og Sturla staddir með flokk sinn í Þór- unnarey. Þar kom til þeirra maður að nafni Þorsteinn tittlingur. „Gengu þeir Þorgils og Sturla þegar á tal við bann . . . og spurðu, hvar hann hefði verið um nóttina. Hann kvaðst verið hafa á Draflastöðum um nóttina. Þeir spurðu, hvað hann vissi til þeirra Eyjólfs og Hrafns. Hann kvað þá öndverða nótt hafa riðið norður til Fnjóskadals. „Hafa þeir“ segir hann „verið á Vaðlaheiði og séð flokk vestanmanna og utanreið eftir firðinum," — hafði þeim sýnzt mikill og þóttust eigi hafa al'la til að bíða, en trúðu illa héraðsmönnum, — segir, að þeir ætluðu að ríða norður til Oxar- fjarðar og safna mönnum og fjölga þannig lið sitt.“ Lögðu flestir trúnað á þennan fréttaburð Þorsteins, en Sturla var á „annarri hugsun. „Hann ætla ég allt ljúga." Þannig var og rnáli farið sem Sturla hugði. Eyjólfur og Hrafn voru með sitt lið á næstu grös- um og ætluðu „að hlaupa þegar ofan á flokkinn, er þeim þætti færi á vera.“ Þótt það sé ekki berlega tekið fram í Þorgils sögu, má sjá, að Eyjólfur og Hrafn hafa sent Þorstein með lygifregn- ina um norðurreið þeirra. Hefir og Þorsteinn sjállsagt átt að njósna um liðskost vestanmanna og fyrirætlanir. Það er morguninn fyrir orustuna við Kakalahól, að njósnar- maður frá Draflastöðum ber Eyjólfi halta fregn um liðsafnað
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.