Draupnir - 20.05.1892, Side 6
sem þá aðskilur Ölfusið og Grímsnesið, og nefnisfc
þá Ölfusá. Skálholt er þannig innilukt á milli
þessarra tveggja stórelfa, að Tungan, engjar og
hagbeit staðarins, liggur langt niðri á milli þeirra
að sunnan, þar sem þær falla saman, og er þangað
langur vegur.
Bærinn stendur sunnan til á löngu og breiðu
holti, og er það allt tún að sunnanverðu, sem j
hallast á 3 hliðar niður að mýrarveitu, en að
norðan er holtið áfram-haldanda og nokkuð hærra
en bærinn. Kirkjan stendur í landnorður upp frá
bænum og nokkuð hærra, og var, þegar saga þessi
gjörðist, stór og fögur krosskirkja, byggð í gotn-
eskum stíl, með anddyri turnmynduðu fram af.
|>á var kirkjugarðurinn afar stór, bæði sökum “
fólksfjölda og svo hins, að miðja vega er klöpp
undir jarðvegiuum, sem ekki var hægt að grafa í.
Hús staðarins voru þá mörg og stór, byggð á fer-
hyrndu svæði, og mótar enn fyrir grundvellinum
sumstaðar. A því miðju stóð löng og stór port-
byggð bygging, með fögrum herbergja dyrum til
suðurs, og lopti upp yfir (Kandídata-lopti). Vestan
megin dyra var biskupsbaðstofa, biskupskamer3
og miðstofa; austan megin gestahús og dýflissa
(fangelsi), og lágu úr henni göng inn í hin svo
kölluðu iöngugöng, sem sameinuðu meira hluta
staðarhúsanna og gengu innar af karldyrum neðri >
byggingarinnar og upp fyrir undirgöng kirkjunnar
í norður. Neðar á holtinu og í beinni línu að
vestan rceð biskupsstofunni, en að austan með
skólanum, var önnur áföst bygging, með karldyr-
um í suður. Hún skiptist vestan megin dyra í