Draupnir - 20.05.1892, Blaðsíða 108
104
kvölds fyrra hluta ágústmánaðar. Heyannir
stóðu þá yfir. Brúðgumaefnin ætluðu að heim-
sækja vini sína og kunningja þar nyrðra og um
Eyjafjörð, áður en þeir hjeldu brullup sín, og á
þann hátt njóta hveitibrauðs-daganna í tvenna
lagi, því að langt var að sótt, og fáir búast við
að halda brullaup nema einu sinni, þó að þar beri
stundum út af, og sjá því ekki í kostnaðinn við'
þau tækifæri.
Einn sóiarhringur á Hólum.
A Hólum var þeim vel tekið að vonum, því að
J>órdís Jónsdóttir átti þetta haust aðgiptast Magn-
úsi Sigurðarsyni frá Bræðratungu. Biskup hafði
því vinum að fagna og gjörði það líka skörulega.
Brúðgumaefnin voru leidd til stofu og veittur hinn
kostulega8ti beini, og vín svo sem hver vildi hafa,
sem í förinni var. Menn gjörðust brátt ölvaðir og
biskup líka, sem sjaldan varpaði af sjer ófriðarok-
inu í trúrra vina hóp. Hann var glaður, því að
hann hugði sjer til styrks af mægðunum, því að Magn-
ús var auðugur og ættaður vel. |>að var farið að
líða að sólsetri. Vinnufólkið gekk heim frá hey-
vinnu með crykkjuskjólur sínar og amboð, þreytt
eptir hita og þuuga dagsius. Hjaltadalur hjúpaði
sig í kvöldskuggunum, en fjallatopparnir voru hjet
og hvar skíuaudi, uppljómaðir af deyjandi kvöld-
sólargeislunum. Búsmalinn var rekiun heim á
stöðulinn og konur fóru að mjalta. í fjarska hó-
uðu smalaruir, og við og við fluga einstöku fuglar
heimtil hreiðra sinna, sem voru í síðira lagi, búnir
að bera hita og þunga dagsins. Alptaskari sveif