Draupnir - 20.05.1892, Side 70
Ö6
þú og pordís, og það opt á hjartnæman hátt. —
Og þá er hanu fór frá Skálholti, hversu hjart-
næmur var ekki skilnaður þeirra! #Er þetta nú
allt gleyrnt?# hugsaði hún. »Hefir hann sjeð aðra
konu erlendis og gefið henni hjarta sitt«. þessar
tilfinningar gagntóku hana svo, að viðkvæmnin
varð ísköld upp úr sjóðanda hita allt á einu auga-
bragði. »Hann vill láta, svo sem ekkert hafi verið.
Nú látum svo vera«. Hún gat naumast dulið
gremju sína. Hún skein út úr augum hennaf.
Hún vatt við höfðinu og sagði stutt: »Hvaða
herra-titil á jeg að velja yður?«
Hann horfði hissa á hana án þess að svara.
Honum kom þetta svo á óvart, áttaði sig þó undir
eins og sagði ofur lítið kýminu: »Jeg held, að
Árni dugí!«
Við þetta kýmnisbros hans æstust tilfinningar
hennar enn meira. Stofan varð of þröng fyrir
hana. Hún stóð upp og gekk út og að sarna
læknum, sem hún áður hafði setið við, og grjet
sáran. Hún vissi þá ekki fyrr til, en sömu arrn-
arnir voru komnir um háls henni, og sömu bláu
augun horfðu fast á hana. Hinar rósrauðu varir
systur hennar kysstu hana marga kossa og sögðu:
»Hvað gengur að þjer, systir?«
»Sigga! Ertu alstaðar, þar sem jeg er?«
»Já, Dísa! Nú vissi jeg, að þú varst kornic
heim, og jeg hefi orðið að sofa ein, síðan er þú
fórst í burt. Hvað gengur að þjer? Seg mjer
það«.
»|>etta sama, sem þú veizt, barnU sagði hún, til
þess að hafa hana af sjer, því að nú var Sigríður