Draupnir - 20.05.1892, Blaðsíða 15
11
Menn stigu því næst á bak, ypptu höttum að
skilnaði og riðu á burt þegjandi. Alvaran skein
á hverju andliti, en það hafði gleymzt um stund
við bikarinn. Menn skildu fyllilega, hvern þeir
höfðu grafið. Vegirnir skiptust, og gestirnir riðu
í ýmsar áttir til heimila sinna.
Meðal annarra, er fóru, voru þeir Garða-feðgar
einir sjer. þeir riðu lengi þegjandi, þar til er
f>orkell prestur sagói:
»Mjer flaug í hug við orð biskups Hamilkar,
hetja Kartagóborgar, þá er hann ljet Hannibal
son sinn, 9 vetra gamlan, sverja Rómverjum
fjandskap*.
»Og Hannibal hjelt t.rúlega eiðinn«, svaraði Jón
teeð tindrandi augum; en hann var orðinn tals-
Vert vel að sjer i latínunni, þó að hann væri ein-
Ungis 9 vetra gamall.
»Já, drengur minn! það gjörði Hannibal og
þannig ætti hvert ungmenni að vera einhuga í
áformum sínum, og taka sjer fasta stefnu í æsku,
því máltækið segir með rjettu: »Hvað ungur
eemur, gamall fremur«. Stefnulaus og alvörulaus
ttaður er ónýtur guði, mannfjelagiriu og sjálfum
sjer. f>að væri því einkar heppilegt að taka sjer
eitthvert mikilmenni til eptirbreytni, til dæmis:
oaeistara Bryojólf biskup«.
f>eir þögðu nú, það sem eptir var vegarins, því
að hugrenningar þorkels prests voru svo starfandi
1 fás lífsins og dauðans, að hann gleymdi því,
8em í kring um hann var. En Jón hugsaði með
sj-r: »Brynjólfur biskup var auðugur og vel met-
Jeg get líka orðið biskup, og þá skal jeg