Draupnir - 20.05.1892, Blaðsíða 88
84
»Hvernig þá, húsfrú góð?«
»Jeg á þar við, biakup! að litlu skipti, hver öfl
hcims þessa er vjer hagnýtum oss, til b ;ss að
komast að því takmarki, sem vjer veljum oss, — auð-
vitað á jeg að eins við þau öfl, sem nokkurt halfl
er í«.
Biskup strauk hökutopp sinn nokkrum sinnuiö)
mjakaði höfðinu til, svo sem þröngt væri um háls-
inn á honum og mælti ofur hógværlega: »Mjer
heyrist, liúsfreyja góð! að þjer gjörizt nú helzt til
berorðar um hluti, sem varða vítum«.
Hún vaggaði til höfðinu; skautið hallaðist á ýms-
ar hliðar, og hún horfði hæðnislega framan í bisk-
up, og á því augnabliki var hún töfrandi fögur, —
jafnvel í augum hins kaldlynda biskups: »Lof sje
drottni!« mælti hún, »að enn þá hefir kúgunarvaldið
ekki náð svo langt, að menn hafi ekki málfrelsi á
mannfagnaðarfundum og megi ekki ræða um hvaða
efni, sem þeir helzt girnast«.
»Lygin hefir átt sína talsmenn við þau tækifæri-
Og þjer ætlið þá, húsfrú góð! að gjörast talskona
galdranna á sama hátt«, mælti biskup. »En þeir
verka ekki nema á börn vantrúarinnar#.
*Eruð þjer þá barn vantrúarinnar?« spurði hún
í lægra rómi.
>Um það er jeg ekkij einbær að dæma«, mæE1
biskup, stórlega óánægður. »En það veit jeg, að
galdrar hafa aldrei unnið bug á mjer, jafnvel þótt
jeg hafi átt í erjum við römmustu galdramenn á
Vesturlandia.
■Aldrei, herra biskup? |>á hafið þjer kunnað að
verja yður gegn þeim, svo sem mælt hefir verið«-