Draupnir - 20.05.1892, Blaðsíða 74
70
til, eins og sumir halda. Jón biskup hefir líklega
aldrei tekið guðfræðisexamen nema fyrir GriffeU'.
feld«, og hann brosti.
Hún hugsaði: »Hann er góðmannlegur. Jeg
akal biðja hann«. Hún leit þá feimnislega í kring
um sig og horfði síðan spyrjandi á Árna, og sagði:
»Geturðu ekki náð þessu brjefi- fyrir hann föðuí
minn? þú ætíar til Kaupmannahafnar«.
•Faðir þinn fer þangað víst fyrr en jeg. EQ
þótt jeg geti ekki náð brjefinu fyrir þig, stúlka
mín ! þá skal jeg þó styðja ykkur eptir mætti«-
»Já. Helzt að ná brjefinu. |>að liggur svo illa
á föður mínum, og Dísa systir grætur svo opt út
af því«. Hún hafði nú tæmt sitt barnslega hjarta
og þagnaði.
Árni athugaði orð hennar: »Dísa grætur svo
opt út af því«, og hugsaði með sjer: »Hver veit,
af hverju hún grætur. það er ekki víst, nema
hún geymi eiuhverja hulda harma, og að jeg sje
eí til vill örsök í þeim«.
í þessarri svipan gekk J>órdís í stofuna, gaf
systur sinni þýðingarfullt augnaráð, sem hún skildii
og gekk út, en þórdís settist aptur í bekkinn bjú
Arna, köld og kærulaus að sjá. Tilfinningar hanS
hörðnuðu, og haun hugsaði: »Hún man líklega
eptir, að hún er orðin biskupsdóttir!« En hún
hugsaði: »Hann finnur mikið til síu, af því »ð
honum hefir gengið svo vel við háskólann!« |>au
horfðust í augu. Tilfinningarnar blíðkuðust og
gamlar minningar frá Skáiholti vöknuðu. En hvort
átti að byrja ? — f>að var svo sem hyort þeirva
ætlaði það hinu. Stund leið.