Draupnir - 20.05.1892, Blaðsíða 20
16
Hm og tók við og við þátt í kennslunni. Hann
var farinn að eldast og mæðast og unni því ró-
semi, og hún var meiri í Skúlholti en á sveita-
heimilum. Hann var þennan dag á stjái úti og
inni. Biskup hafði fund með kennurunum uin
skólann. »Jæja!« sagði hann. »þá getum við próf-
að nýsveinana seinna í dag. Árni Magnús son
prests og sýslumauns úr Dalasýslu er nú kominn
til skólans, og er víst vel undir búinn. Jeg spurði
hann í morgun um nokkrar latínskar málfræðis-
greinir, og leysti hann skörulega úr þeim«. Gekk
biskup þá út, og mætti síra Ólafi Gíslasyni. Bisk-
up leit blíðlega til hans og sagði brosandi: »Kveðið
þjer nú eina skemmtivísu, prestur minn! Mjer
finnst einhver alvörusvipur hvíla yfir yður, sem jeg
kann ekki við«.
Prestur hristi neitandi höfuðið: »Nei, biskup!
Hjartað er fyrir utan von, trú og alla skáldskapar-
gáfu. Enginn kveður dauður«.
»Vorkunn er það, presturminn! |>jer hafið misst
mikils við dauða konu yðar. En stúlkan er ekki
dauð, heldur sefur hún«, mælti biskup með sinni
vanalegu rósemi.
Prestur mælti með áherzlu: »þegar þjer, herra
biskup! stóðuð yfir ónefndri gröf hjerna um árið,
fannst yður þá, að stúlkan væri sofnuð einungis*.
Biskup roðnaði við, því Guðrfður Gísladóttir, kona
hans, kom að í þessu. Leit hann þá fram á skólaflöt-
'inn-og mælti: »Fjörugt glymja þeir nú sveinarnir!8
»Já, og Arni Magnússon með«, mælti síra Ólafur,
og leit í sömu átt. »Hann er farinn að mýkjast
eptir gönguna í gærkveld.
á