Draupnir - 20.05.1892, Blaðsíða 110
106
í kirkjunni, og renndu forvitnisaugum til gestanna.
A meðal þeirra voru nokkrir gestkomandi menn
er komnir voru til þess að finna biskup, og eltu
lestiua til kirkju. Biskup leiddi gesti sína frá
einni mynd til annarrar, og sagði þeim, af hverjum
þær væru. »þarna«, sagði hann og benti á stóra
olíubrjóstmynd norðan megin við bríkina, »er mynd
af Gottskálki hinum grimma, Hóla-biskupi, og hann
■er grafinn hjerna, þar sem jeg stend; það hafa
•gamlir menn sagt mjer«. Um leið og hann sagði
þetta, teygði kona nokkur höfuð sict fram úr einu
kvennsætinu og hvessti augun á biskup. Hún var
að sjá mikil vexti og hafði skýlu um enni, svo að
andlitið sást ekki. »þarna«, sagði hann, »er mynd
a£ Guðbrandi biskupi, sem Halldóra dóttir hans
saumaði. f>au hvíla hjer bæði í gólfinu*. þannig
gekk hann frá einum forngripnum á fætur öðrum,
og síðast að stóra krossmarkinu vestan megin, sem
eun er í kirkjunni. f>eir hneigðu sig allir fyrir
því og gengu eptir það til stofu.
f>ær systur gengu og út og reikuðu vestur með
læknum, fram hjá skólannm, og settust framan í
grasbrekkuna litlu ofar og tóku með sjer lauutal-
Sigríður lagði hendurnar um hálsinn á systur sinm
og sagði: »Hví ertu svo alvörugefin, þórdís? hí'rt
þjer ekki á Magnús?«
»Æ, nei«.
»Hví tókstu honum þá?«
»Æ!« sagði hún eptir stutta yfirvogun, »jeg veit
það ekki«. — f>að mun hafa verið satt, því að hversfl
opt eru þau spor stigin, sem leiða til stórra at-
vika, illra eða góðra, sem menn geta sagt um með