Draupnir - 20.05.1892, Síða 8
4
Sumir reikuðu til og frá úti á hlaðinu, uppi um tún-
in, og inni voru margir. Tveir menn urðu eptir í
kirkjuKarðinum, þegar aðrir fóru, auðsjáanlega í
djúpum hugrenningum, hvor upp á sinn hátt.
Annar stillti fiðlu sína, og settist á eitt leiði á
fætur öðru, því að hún vildi ekki þjóna honum.
Hinn stóð við nýorpið leiði og renndi augum suður
fyrir það, svo sem hann væri að leita að einhverju
vísu, og leggja þá, er hvíldu undir þeim, á meta-
skálar hjartans. Sá, er á leiðiuu sat, gaf honum
hornauga, og brá óþolinmóður hendinni yfir alla
strengina, svo að þeir emjuðu svo ámátlega sem
illa stillt hljóðfæri framast má, svo að sá, er við
leiðið stóð, hrökk saman og sagði, um leið og liann
gekk burt: »Síra Ólafur Gíslason hjer!«
»Já, herra biskup! Lengi lifir í gömlum kolum!«
þórður biskup, því að sá var hinn maðurinn,
leit blíðlega við honum og sagði: »Hver hefir sitt
að kæra, prestur minn! Bða hví eruð þjer hjer
svo einmana?«
»Jeg var að hugsa um að spyrja yður hins
sama«.
Biskup andvarpaði: »Jeg hefi sjeð á ba>k kærum
föður!«
»Og jeg . . . «, svaraði prestur.
»Velgjörðaföður«, greip biskup fram í.
»Já, andlegum leiðtoga og vini, segir fiðlan mjer,
því að hún vill ekki leika lengur, og um það hefir
hún aldrei fyrr neitað mjer, ekki einu sinni þá er
þjer rákuð yður á hana forðum í Kaupmannahöfn,
því að um kvöldið, er jeg skreið í skipshvíluna,
þreyttur og vonlaus, fjekk jeg svo fögur hljóð úr
j
J