Draupnir - 20.05.1892, Blaðsíða 144
140
löstun, og skemmtu sumir sjervið að horfa á þanu
hrottaleik. Hjer voru athafnir hafðar um hönd af
ýmsu tagi.
»|>ar ríða konur til okkar«, sögðu nokkrir. »þær
vöntuðu einmitt til að fylla flokk vorn, því að opt-
ast láta skáldin vín og meyjar fylgjast að; og hjer
eru skáld á meðal okkar«.
þeir litu til Páls, sem sagði brosandi: »Hvað
metur þú þá konu dýra, sem síðar fer, þórður
Jónsson?«
»Ekki dýrt á meðal vina?« mælti þórður, spratt
upp og æpti hátt: »Systur mínar! systur mínar!«
Hann hjálpaði þeim af baki. þærþórdís fráBræðra-
tungu og Sigríður höfðu frjett til þórðar, og komu
til að fagna honum.
Jón Vídalín horfði á konurnar með forvitnis-
blandinni alvöru; hann hugsaði um þórdísi, að hún
væri mjög breytt orðin, frá því er hann sá hana
síðast. En það voru líka liðin mörg ár síðan. Hún
hlaut þá ekki Arna, og jeg stuðlaði til þess eptir
mætti. Jeg fjekk aldrei að vita, hvað hann skrif-
aði lienni. En svona er það komið!«
»Um hvað ertu að hugsa, Jóu?« spurði Páll. »þd
heldur emhvern dómadagsrjett í hjarta þínu«. Haun
hvíslaði í eyra hans: »Ertu að hugsa um að verða
keppinautur minn?«
»þar mundi nú staða okkar ríða baggamuninn«,
mælti Jón lágt«.
þórður Jónsson benti systrum sínum á hvern
einstakan í hópnum, uefndi þá með uafni, og sagði,
að þeir væru skólabræður sínir og vinir, og bað
þær að setjast hjá þeim og segja tíðindin.